Ég elska: Sturtuolíuna frá L’occitane
Þessi möndlu sturtuolía var búin að vera lengi á óskalistanum. Ég var búin að smitast af henni Þórunni Ívars, en hún er búin að dásama þessa olíu í bak og fyrir. Þar sem ég er auðvitað forfallinn aðdáandi allra olía þá varð ég að prófa hana, og ég varð sko ekki svikin skal ég segja ykkur.
Það versta, en samt það besta, við olíuna – er eiginlega hvað hún er dásamleg. Hún er nefnilega það dásamleg að eins og þið sjáið á efri myndinni er ég næstum því hálfnuð með hana, þó ég sé bara rétt búin að eiga hana í kannski 10 daga. Mig langar helst að baða mig bara uppúr henni svo ég nota óspart magn af henni í hverri sturtuferð. Hún gerir mann svo ótrúlega mjúkann, og lyktin af henni er dásamlega ljúf möndlulykt. Þessi olía finnst mér fullkomin í alla staði, og ég hlakka til að fara í sturtu til að geta notað hana. Næst þarf ég klárlega að kaupa mér stærri flöskuna, og svo get ég keypt mér fyllingar í ennþá stærri umbúðum í hana!
xxx
Færslan er ekki kostuð. Varan í færslunni var keypt af greinarhöfundi sjálfum.