Gyðadröfn: Sephora Wishlist 2016
Þrátt fyrir að ég eigi meira en nóg og eiginlega miklu meira en það af snyrtivörum, þá virðist alltaf vera eitthvað meira sem maður gæti bætt á sig..þetta eru þær vörur sem eru efst á óskalistanum frá Sephora akkúrat núna!
Þar sem að ég hef ekki prófað vörurnar ætla ég ekki að skrifa um hverja og eina, en mig langar samt að segja ykkur frá nokkrum. Varan sem er held ég efst á listanum, er Tatcha Luminous Dewy Skin Mist, en mig er búið að dreyma um það síðan Jaclyn Hill (uppáhalds Youtuber-inn minn) talaði fyrst um það. Þetta er serum í spreyformi, sem gefur húðinni extra fallega og dewy áferð. Kinnaliturinn frá Too Faced í litnum ‘I Will Always Love You‘ er mig búið að langa í síðan Silla sýndi okkur hann í Reykjavík Makeup School, hann er gullfallegur! NARSissist pallettan er líka eitthvað sem mig dauðlangar að eignast, en í henni eru nokkrir fallegir kinnalitir frá NARS, auk vinsælasta skyggingarpúðrinu þeirra – Laguna. Nýju highlighterarnir frá Hourglass eru líka ofarlega á óskalistanum, en ég á Ambient Lightning pallettuna þeirra, og hún er algjör draumur. Allar vörur frá þessu merki finnst mér vera í svo einstaklega fallegum lúxus – en samt minimalískum umbúðum. Önnur vara sem mig dauðlangar í er augnskugginn frá Stila, en áferðin á þessum augnskuggum er alveg einstök! Þetta er nokkurskonar álflögur, sem festar eru á augnlokin með líminu sem fylgir með. Seinasta varan sem ég ætla að nefna er primerinn frá Marc Jacobs. Ég á farðann úr sömu línu, og hann er einn sá besti sem ég hef prófað, svo ég verð að prófa þennan primer einn daginn. Hann er líka með kókoshnetu og umbúðirnar eru einstaklega fallegar!
1. Make Up For Ever Ultra HD Invisible Cover Stick Foundation
2. Too Faced Soleil Matte Bronzer Dark Chocolate
3. Cover FX Natural Finish Oil Free Foundation
4. Kat Von D Shade+Light Eye Contour Palette
5. Hourglass Ambient Strobe Lightning Powder
6. NARSissist Cheek Studio Palette
7. Cover FX Mattifying Primer with Anti-Acne Treatment
8. Marc Jacobs Under(cover) Perfecting Coconut Face Primer
9. Tatcha Luminous Dewy Skin Mist
10. Too Faced Love Flush Long-Lasting 16-Hour Blush I Will Always Love You
11. Giorgio Armani Luminous Silk Foundation
12. Stila Magnificent Metals Foil Finish Eye Shadow
13. Make Up For Ever Ultra HD Concealer
xxx
Færslan er ekki kostuð.