Ég elska: Liquid Lipsticks

Eitt stærsta trendið í förðunarheiminum á seinasta ári voru hinir svokölluðu fljótandi varalitir, sem oftast eru þannig gerðir að þeir þorna mattir. Þeir eru núna til í flestum merkjum, og að sjálfsögðu í óteljandi litum, en ég kynntist þeim einmitt á seinasta ári og var ekki lengi að hoppa í fljótandi varalita lestina!

IMG_0111

Í dag er ég með fjóra mismunandi fljótandi varaliti, sem allir eru mattir. Þeir eru allir frá mismunandi merkjum, en litirnir eru í svipuðum stíl. Þessa fjóra hef ég eignast upp á síðkastið, en þeir eru allir á mjög viðráðanlegu verði og myndu allir teljast sem “drugstore” vara. Ég elska þá alla, en þeir eru samt allir mjög mismunandi og með mismunandi kosti. Sömu varir – svipaðir litir – fjórar mismunandi formúlur.

liquidlipsticks

Gerard Cosmetics Hydra Matte Lipstick í litnum Serenity: Þessi fljótandi varalitur er öðruvísi en flestir aðrir að því leiti að hann er bæði mattur, en líka rakagefandi! Það var akkúrat það sem heillaði mig við hann, en ég á það til að vera með þurrar varir og þá henta  mattir varalitir ekkert endilega alltof vel. Hann er ótrúlega rakagefandi, en eini ókosturinn við hann finnst mér vera að formúlan er frekar þunn, svo að það er stundum svolítið erfitt að móta varirnar bara með honum – mæli með að nota varablýant með. Fæst HÉR.

Sleek Matte Me í litnum Birthday: Ég var búin að bíða eftir að þessi litur kæmi aftur á lager hjá Haustfjörð, og var ekki lengi að næla mér í hann. Af öllum þessum litum finnst mér þessi fallegastur, hann er svona fullkomlega bleik-nude litaður. Mér finnst ásetjarinn (er það orð?) líka ótrúlega góður, hann gerir manni kleift að setja formúluna alveg út á brúnir varanna án þess að fara ójafnt útfyrir. Formúlan er frekar í þykkra lagi en þunn, og hann verður algjörlega mattur. Fæst HÉR.

The Balm Meet Matt(e) Hughes í litnum Committed: Allra fyrsti fljótandi varaliturinn sem ég prófaði! Ég fékk þennan í sumar, og féll strax fyrir honum. Formúlan er mjög þægileg að vinna með, og það er fersk mintulykt af honum – sem mér fannst æði. Af öllum þessum fjórum finnst mér þessi haldast best á. Liturinn er líka alveg ótrúlega fallegur og mér finnst tennurnar mínar alltaf virðast extra hvítar þegar ég er með hann. Fæst HÉR

NYX Soft Matte Lip Cream í litnum London: Liturinn á þessum er kannski ólíkastur hinum, en hann er mun meira nude. Ég keypti reyndar líka litinn Stockholm handa systur minni, en hann er meira bleiktóna en þessi. Formúlan í þessum er líka mjög ólík hinum, en þessi er mun meira krem en alveg fljótandi, eins og kannski nafnið gefur til kynna. Hann er mjög lengi að þorna alveg, en á móti kemur að hann er mjög mjúkur og það er þægilegt að hafa hann á vörunum. Hann er samt sem áður alveg mattur, en verður ekki svona þunn filma á vörunum eins og hinir. Fæst hjá NYX Cosmetics í Bæjarlind.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörurnar í færslunni voru ýmist keyptar af höfundi, eða fengnar að gjöf. Sú umfjöllun sem kemur fram um vörur endurspeglar einlægt mat höfundar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: