Ég elska: Moroccanoil Body

Ég veit ekki hvort ég hef nefnt það áður hérna á blogginu, eða hvort að þið hafið ef til vill áttað ykkur á því sjálf – en lykt skiptir mig einstaklega miklu máli. Ég er með virkilega næmt lyktarskyn, og fæ ótrúlega mikið út úr því að hafa góða lykt í kringum mig. Mér finnst því algjör lúxus að nota vörur með góðri lykt, en ein af mínum allra uppáhalds lyktum er einmitt lyktin af Moroccanoil hárolíunni. Eins og þið kannski munið þá pantaði ég mér einmitt Moroccanoil kerti um daginn, svo mikið elska ég lyktina og vill vera umkringd henni á alla vegu. Þegar ég frétti af því fyrir jólin að nú væri komin body lína frá Moroccanoil, þá verð ég að viðurkenna að ég missti mig aðeins.

IMG_8277

Þetta voru eiginlega svona fréttir sem mér fannst of góðar til að vera sannar, ég held bara að ég hafi ekki getað ýmindað mér neitt annað fyrirtæki sem ég vildi frekar eignast líkamsvörur frá. Fyrir utan að elska lyktina, þá finnst mér líka allt sem kemur frá Moroccanoil einkennast af svo miklum lúxus, og þessum “SPA” fýling. Arganolían góða sem er í vörunum þeirra er ein besta olía sem hægt er að fá fyrir húðina, hárið og neglurnar. Hún er ótrúlega rík af E-vítamíni, andoxunarefnum og nauðsynlegum fitusýrum. Umbúðirnar í línunni eru svo sannarlega ekki af verri endanum, en ég var fljót að setja þær í viðarhilluna mína inni á baði svo ég gæti horft á þær – þær eru bara svo fallegar! Mér líður alltaf eins og ég sé komið með lítið SPA heima hjá mér, og ég nýt þess að fylla allt af Moroccanoil lykt með dásamlegum kremum og olíum!

Mig langar að segja ykkur aðeins betur frá fjórum vörum úr línunni, sem ég algjörlega dýrka.

Moroccan oil Body Soufflé

IMG_8258

Þetta krem er ekkert nema dásemdin ein. Það er mjög létt og frekar þunnt, en samt svo einstaklega næringarríkt og fljótt að smjúga inn í húðina. Það er bæði til með original Moroccanoil lyktinni, og svo hinum ilmnum í línunni, sem einkennist af appelsínuilm. Ásamt því að innihalda argan olíu, inniheldur það líka Shea smjör og Aloe Vera. Mér finnst fátt dásamlegra en að smyrja því á líkamann eftir sturtu, á sama tíma og ég set Moroccanoil olíuna í hárið mitt, og lykta þannig af Moroccanoil frá toppi til táar!

Moroccanoil Dry Body Oil

IMG_8239

Þið sennilega eruð búin að taka eftir því að ég elska að nota olíur. Allskonar olíur, í allskonar hluti. Ég hef áður notað ýmsar líkamsolíur, en þessi slær þeim öllum við. Það sem er það besta við hana (fyrir utan lyktina) er að hún er svo ótrúlega fljót að smjúga inn og þorna, svo maður verður alls ekkert svo olíukenndur og sleipur af henni. Ég nota þessa til skiptis við Soufflé-ið, en það er ótrúlega fljótlegt að skella sér inn í sturtuna og spreyja þessari yfir allann líkamann. Svo getur maður klætt sig nánast strax á eftir, þar sem hún smýgur strax inn og þornar.

Moroccanoil Body Buff

IMG_8242

Þessi dásamlegi skrúbbur er frekar ólíkur öðrum skrúbbum sem ég hef prófað. Það sem er öðruvísi við hann, er að í fyrsta lagi er hann notaður á þurra húð. Þetta er semsagt ekki skrúbbur sem þú notar inni í sturtunni, heldur á meðan húðin er alveg þurr. Hann er frekar þykkur og gelkenndur, en um leið og maður byrjar að nota hann á húðina þá fær hann olíukennda áferð. Lyktin af honum er dásamleg appelsínulykt, en kornin í honum eru úr appelsínukjörnum, og því er hann alveg náttúrulegur og rispar ekki húðina. Eftir að maður er búin að skrúbba þurrann líkamann, getur maður annaðhvort þurrkað hann af, eða skellt sér svo í sturtu (eins og ég geri oftast). Afþví að hann er svo ríkur af olíum skilur hann húðina eftir silkimjúka og fallega – algjörlega dásamlegur og ég fæ extra mikla SPA tilfinningu af þessum.

Moroccanoil Pure Argan Oil

IMG_8216

Þessa vöru elska ég! Þetta er algjörlega hrein og lyktarlaus Argan olía, sem er hægt að bera á húð eða í hár. Það sem mér finnst sniðugast við olíuna, er að það er hægt að nota dropateljarann til að bæta henni út í hvaða krem sem er, líkams eða andlits! Þannig í raun og veru geturðu bætt hinni dásamlegu Argan olíu við hvað sem er, og þannig gert vörurnar sem þú ert að nota að þínum. Ég nota hana til dæmis til að bæta út í Body Soufflé-ið og gera það ennþá næringarmeira, og svo á kvöldin bæti ég tveim dropum af henni út í andlitsolíuna mína (Nutri Gold frá L’oreal). Á morgnanna bæti ég svo 1-2 dropum út í dagkremið mitt, og stundum bæti ég henni líka út í farðann minn ef ég vill fá hann extra næringarmikinn og ljómandi. Það er svo hægt að gera þetta við hvað sem er, handáburð, fleiri body lotion og hvaða krem sem er. Þetta er því klárlega svona margnota vara sem þú getur notað í allt mögulegt, og nýtist ótrúlega vel.

Moroccanoil Body fæst í Modus Smáralind, Snyrtistofunni Dimmalimm, Snyrtistofu Ágústu, Deluxe snyrting í Glæsibæ, Lipurtá í Hafnarfirði og Lótus snyrtistofu í Nóatúni.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörurnar sem talað er um í þessari færslu voru fengnar sem sýnishorn, en allt sem kemur fram í færslunni endurspeglar einlægt mat höfundar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: