Drugstore vs. Department Store: BeautyBlender vs. Real Techniques Miracle Complexion Sponge

Jæja þá er komið að annarri færslunni í þessum flokki, þar sem ég ber saman dýrari og ódýrari vörur. Seinast voru það augnskuggapallettur, en nú eru það förðunarsvampar!

temp

Ég hef oft fengið spurninguna, um hver af þessum vinsælu förðunarsvömpum sé betri. Ég ákvað því í eitt skipti fyrir öll að útkljá það með æsispennandi einvígi. Ef að þið kannist ekki við keppinautana þá er sá bleiki hinn sívinsæli BeautyBlender, en hann var algjör bylting þegar hann kom á markað. Hann er án efa þekktasti förðunarsvampur í heiminum, og margir þekktir makeup artistar nota hann í farðanirnar sínar. Hinn keppinauturinn, sá appelsínuguli, er frá förðunarburstamerkinu Real Techniques, og hefur verið virkilega vinsæll. Ég myndi ekki beinlínis segja að RT svampurinn væri eftirlíking af BB – frekar bara sambærileg vara frá öðru merki. Með svona svömpum á maður að geta náð léttri og fallegri áferð á farðann sinn, og þeir henta líka vel til að blanda farða sem hefur verið borinn á með bursta. Ég nota svona svampa á hverjum degi, og finnst þeir ótrúlega þægilegir og gefa virkilega fallega áferð. En vindum okkur þá í samanburðinn!

Verð: 

Real Techniques Miracle Complexion Sponge: 1.499kr í Hagkaup.

BeautyBlender: 3.890kr á Beautybar.is.

IMG_8112

Stærð: Svamparnir eru nokkuð svipaðir að stærð, en RT svampurinn er aðeins stærri. Þeir eru báðir rakir á myndinni, en áður en maður notar þá er best að bleyta þá og þerra þá svo með handklæði, svo þeir séu vel rakir en ekki of blautir. Þegar maður bleytir þá er maður mun lengur að ná að bleyta RT svampinn, en hann er einhvernveginn lengur að taka við vatninu.

Lögun: Lögunin á svömpunum tveim er ekki eins, en hún er svipuð. Þeim svipar báðum til egglaga forms, en RT svampurinn er með skáskorinni, flatri hlið efst, og odd neðst, á meðan BB er með odd efst, og örlítið kúptri hlið neðst. Á BB nota ég langmest neðstu örlítið kúptu hliðina til að bera farðann á, og svo oddlaga partinn til að fara í kringum augum og nefið. Oddurinn er mjög þægilega lagaður og nógu lítill til að komast með mjög nálægt neðri augnháralínu. Á RT svampinum þá er flata hliðin í uppáhaldi, en mér finnst ótrúlega þægilegt að nota hana til að pakka farðanum á. Ég er hinsvegar ekki nógu hrifin af oddinum á RT svampinum, því hann er eiginlega of stór og klunnalegur til að nota nálægt augnháralínunni til dæmis. Ég nota hann því mjög lítið, en á móti kemur að flata, skáskorna hliðin kemst mjög nálægt augunum – svo hún er langmest notuð. Ég myndi eiginlega helst vilja að þessir tveir förðunarsvampar myndu eignast barn – því það svampabarn myndi örugglega verða hinn fullkomni förðunarsvampur hvað lögun varðar. Ég myndi vilja hafa flötu skáskornu hliðina á RT svampinum, og svo neðstu hliðina og oddinn af BB.

Á myndunum hér að neðan er ég búin að bera á mig farða með báðum förðunarsvömpunum, á sitthvora hlið andlitsins. Ég notaði sama farða (NARS Sheer Glow) með þeim báðum, og báðir svampar voru rakir við notkun.

IMG_8101

Efni og virkni:

Svampurinn í BeautyBlendernum er þekktur fyrir að vera “skoppandi”, en það er akkúrat það sem hann er. Þegar þú ert búin að bleyta hann, og kreistir hann, þá skoppar hann strax aftur í sitt upprunalega form. Hann skoppar líka á andlitinu þegar maður ber farðann á, og er frekar stífur hvað varðar lögun. Þar sem að hann er ekki með neinum flötum hliðum, þá verður áferðin á farðanum alltaf þrívíð, og hann “leggur” farðann ekki flatann á húðina, heldur dúmpar honum meira. Maður þarf að vinna svoldið með hann til að ná jafnri þekju allstaðar, en þegar því er lokið verður áferðin virkilega falleg, þrívíð og jöfn. Mjög auðvelt að þrífa hann.

IMG_8096

Efni og virkni:

Svampurinn í RT svampnum er allt öðruvísi en í BB. Hann er mun mýkri, og alls ekki skoppandi. Þegar þú bleytir hann og kreistir, tekur smá stund fyrir hann að ná sínu fyrra formi. Áferðin á honum er þannig að mann langar helst að kaupa sér nokkur þúsund svona svampa, fylla baðker af þeim, og liggja þar í daggóða stund – svo mjúkur er hann. En ókosturinn við það er hinsvegar að þá skoppar hann ekki til baka í sitt fyrra form, og þessvegna finnst mér örugglega erfiðara að nota oddinn á honum í nákvæmisvinnu. Mér finnst RT svampurinn líka draga aðeins meira af vöru í sig heldur en BB, og það er erfiðara að ná henni úr – semsagt aðeins erfiðara að þrífa hann.

IMG_8078

Vinstra megin á andlitinu er ég með farðann settann á með RT svampinum, en hægra megin með BB. Sjáið þið mun?

Niðurstaða:

Báðir þessir förðunarsvampar eru ótrúlega góðir, og skila sínu algjörlega. Fyrir mér þá hefur BeautyBlender rétt svo vinninginn, en aðeins með nokkrum stigum. RT svampurinn hefur samt klárlega mjög góða kosti – sérstaklega verðið, og svo auðvitað þá staðreynd að þú getur nálgast hann í Hagkaup hvenar sem er. Ég myndi segja að fyrir þá sem eru “on a budget” er RT svampurinn alls ekki verri kostur, og ekki líða eins og þú þurfir endilega að eyða meiri pening til að eignast BeautyBlenderinn. En fyrir þá sem vilja eyða aðeins meira þá er BeautyBlenderinn æði, en annars hvet ég ykkur til að prófa báða og ákveða fyrir ykkur sjálf hvor ykkur finnst betri!

xxx

Færslan er ekki kostuð, og vörur voru keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: