Ég elska: Gyllta tölvuhulstrið mitt + giveaway

Ef þið eruð að fylgjast með mér á Snapchat þá hafið þið kannski séð þegar ég postaði mynd af nýja tölvuhulstrinu mínu fyrir helgi. Ég er búin að fá fjölmargar spurningar um hvar það fáist, enda er það algjörlega gullfallegt!

IMG_8063IMG_8062IMG_8061IMG_8019

Ég er með 13″ MacBook Air, og fyrr en núna hef ég aldrei haft hana í hulstri. Það eiginlega tekur tilganginn í burtu að eiga “air” tölvu og vera svo með hana í þykku hulstri. En þetta hulstur..það er svo ótrúlega þunnt og létt, að mér finnst ég varla finna fyrir því á tölvunni. Það er í tveim pörtum, skel sem fer aftan á skjáinn, og svo önnur skel sem fer neðaná. þær eru algjörlega aðskildar svo ef maður vill bara hafa hana í annarri skelinni þá er það ekkert mál – þau eru ekki föst saman. Ég er algjörlega ástfangin af þessum gyllta lit og gyllta lúkkinu sem talvan mín fær. Sérstaklega þar sem mig dreymir um að eignast nýju týpuna af MacBook Air (sem kemur í gylltu), en þangað til get ég allavega klætt mína svona svo hún líti eins út og þessi nýja..

Hulstrið fæst á Eldhaf.is og þú getur skoðað það HÉR.

Ef að þig langar í svona hulstur, þá mæli ég með því að kíkja á Facebook like síðu bloggsins akkúrat núna, en þar er giveaway í samstarfi við Eldhaf! Ég ætla gefa tvö gyllt hulstur, eitt rautt og eitt blátt, ásamt hulstrum fyrir iPhone ❤

xxx

Þessi færsla er ekki kostuð. Vöruna í færslunni fékk höfundur senda sem sýnishorn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: