Skref-fyrir-skref: Contour/highlight routine með LA girl Pro Conceal

Fyrir nokkrum mánuðum prófaði ég í fyrsta skipti hyljarana frá LA girl, sem fást á Fotia.is. Þessir hyljarar eru búnir að vera ótrúlega vinsælir upp á síðkastið, enda eru þeir mjög góðir og á mjög góðu verði, en stykkið er á 990kr og þú getur keypt þá HÉR.

Mig langaði að sýna ykkur hvernig er hægt að gera contour og highlight með þessum hyljurum, en þeir hylja mjög vel og því henta þeir mjög vel í svona routine. Það eina sem ég get sett út á þá, og vill segja ykkur frá áður en þið notið þá í contour/highlight, er að þeir þorna mjög fljótt. Þegar þeir eru þornaðir er mjög erfitt að dreifa úr þeim, svo það borgar sig að bera bara litinn á eitt svæði í einu og blanda því út strax. Þeir eru líka mjög pigmentaðir, svo þú þarft lítið í einu, og það borgar sig að byrja með mjög lítið magn af vöru og blanda henni út, og bæta frekar við ef þér finnst vanta.

IMG_0084

Litirnir sem ég nota eru Beautiful Bronze (dekksti), Pure Beige (miðju liturinn), og Natural (ljósasti). Ég er með húð í dekkri kantinum, en ég valdi miðjulit sem passar fullkomlega við minn húðlit, svo ég myndi passa að velja hann í þeim lit sem passar ykkur. Ljósasti og dekksti liturinn eru meira týpískir contour/highlight litir sem passa öllum – nema hugsanlega þeim sem eru mjög ljósar, fyrir þær myndi ég velja Fawn sem dekksta lit og Porcelain sem þann ljósasta.

IMG_0085

Ég byrja á dekksta litnum og ber hann á svæðin sem þið sjáið: undir kinnbeinin, á hliðar ennisins, sitthvorumegin við hökuna, og niður eftir nefinu. Athugið að contour rútína hvers og eins er algjörlega mismunandi. Fyrir þá sem eru til dæmis með mjög hátt enni er hægt að skyggja alveg efst á enninu, og þeir sem væru með mjótt andlit myndu kannski sleppa því að skyggja hliðar andlitsins. Mitt andlit er svona örlítið í breiðari kantinum svo það er fínt fyrir mig að skyggja aðeins hliðar andlitsins, og svo er nefið mitt frekar breytt svo ég skyggi það svona til að fá það aðeins meira mótað. Ég blanda dekksta litnum út með Expert Face Brush frá Real Techniques, en ég nota hann í hringlaga hreyfingum til að blanda öllu vel og vandlega og passa að engin strik séu á andlitinu. Þegar ég blanda út hyljaranum á nefinu, finnst mér best að nota fingurna til að dreifa úr honum og draga svolítið úr honum í leiðinni, vegna þess að bursti gæti dreift honum of mikið. Við viljum ekki fá þann lit á aðra staði, heldur bara þar sem við bárum hann á – vegna þess að annars getur allt nefið virkað skítugt.

IMG_0086

Næst er það svo ljósasti liturinn, en hann ber ég á öll þau svæði sem ég vil draga fram og birta til. Það er á mitt ennið, undir augunum, á miðja hökuna, og niður eftir nefinu. Ég nota Setting Brush frá Real Techniques til að blanda ljósasta litnum á stærri svæðunum, en svo skipti ég yfir í Concealer Brush (einnig frá Real Techniques), til að draga úr og blanda litnum á nefinu.

IMG_0087

Næst tek ég miðju litinn, sem passar við minn húðlit, og ber hann á skilin hjá kinnbeinunum, þar sem ljósasti og dekksti liturinn mætast. Þetta geri ég til að skilin verði ekki of skörp, og til að fá örlítið af “mínum húðlit” í andlitið. Næst tek ég laust setting púður – hér er ég að nota Translucent Setting Powder frá Laura Mercier – í lítinn bursta og fer yfir skilin á nefinu. Við viljum alls ekki að þau séu of skörp!

IMG_0090

Þegar búið er að blanda öllu vel út er lokaútgáfan svona. Þið sjáið að þau svæði sem ég lýsti upp eru töluvert ljósari, en skilin á milli þess ljósa og dökka eru samt sem áður ekki of skörp. Þessi rútína er fullkomin fyrir þá sem vilja prófa sig áfram með svona, þar sem þessir hyljarar henta mjög vel og eru á svo góðu verði!

IMG_0089

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörur í færslunni voru fengnar sem sýnishorn, en það hefur þó engin áhrif á álit höfundar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: