Ég um mig: Og 24. ára afmælið!

Jæja þá er afmælishelgin mín nánast yfirstaðin! Ég átti semsagt 24 ára afmæli í gær, en ég hélt smá veislu fyrir vinkonur mínar á föstudagskvöldið. Mig langaði að sýna ykkur nokkrar myndir úr veislunni.

Mig langaði að hafa þemaliti í veislunni, og ákvað að hafa gyllt/svart þema. Ég keypti langflest skrautið í Söstrene Grene, en þar er hægt að finna svo ótrúlega margt sniðugt! Elska að kíkja þangað og skoða. Fánarnir, röndóttu poppkornspokarnir, doppóttu rörin, fánalengjan, gylltu bollakökuformin og skiltið á kökunni er allt þaðan. Standinn undir bollakökurnar fékk ég í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum, en hann hefur verið mikið notaður. Blöðrurnar eru svo úr partýbúðinni, en þar er hægt að kaupa þessa flottu tölustafi og fá helíum í þá. Þar er líka svona blöðrubar þar sem þú getur keypt blöðrur í stykkjatali, ótrúlega sniðugt! Ég keypti 8 svona svartar blöðrur til að hafa með tölustöfunum, og fékk svo helíum í þær líka hjá þeim í búðinni. Kvöldið heppnaðist alveg ótrúlega vel, og við sátum og spjölluðum langt fram eftir kvöldi ❤

xxx

Færslan er ekki kostuð, og vörur er koma fram í færslunni eru keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: