Að missa mig yfir: Marmaralínunni frá Black&Basic

black

Rétt fyrir jólin fékk ég fallega sendingu frá vefversluninni Black&Basic. Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að fá sendingar frá þeim. Þær koma nefnilega í ótrúlega fallegum umbúðum, og ofan í kössunum fylgdu litlir skemmtilegir miðar með skemmtilegum “quotes”. En það sem er innan í umbúðunum er reyndar ennþá fallegra, en það er marmaralínan sem þau byrjuðu að selja fyrir nokkrum mánuðum.

basic (1)

Marmaralínan inniheldur þrjá skartgripi, eyrnalokka, armband og hálsmen. Ég veit ekki hversu lengi ég er búin að vera að missa mig yfir marmara-öllu, en amk. síðan ég birti þessa færslu HÉR. Ég er ennþá með alveg jafn mikið æði fyrir marmara og þá, bara fæ ekki nóg af honum. Einn daginn mun ég eignast baðherbergi sem er allt úr marmara..einn daginn. Það er bara eitthvað við hann sem er svo ótrúlega klassískt og flott. Ég tala nú ekki um þegar hann er paraður við gull! Þessi skartgripalína finnst mér ein sú flottasta sem ég hef séð, og ég elska að geta verið með marmara-effectið í skartinu mínu.

IMG_0062

Í marmaralínunni er svo líka þetta gullfallega og fullkomna iPhone hulstur. Það er til bæði í þessum hvíta marmaralit eins og ég er með, og svo svörtum. Ég er ekki týpan sem hef símann minn í hulstri, vegna þess að mér finnst gyllti síminn minn svo fallegur og nettur einn og sér. En þetta hulstur er undantekning, og í fyrsta skipti í nokkur ár er ég búin að hafa símann minn í hulstri lengur en nokkra daga.

IMG_0066

Ein af ástæðunum fyrir því að ég vil aldrei hafa símann minn í hulstri, er að mér finnst hann verða svo of stór og klunnalegur. En það sem ég elska einmitt við marmarahulstrið, er að það er ótrúlega þunnt og létt, og svo er það glært á hliðunum, með mjúku plasti sem leggst alveg uppvið símann. Ég finn nánast ekkert fyrir því á símanum, og viðurkenni að mér finnst síminn minn ennþá fallegri með því!

IMG_0063

Ég mæli 100% með að kíkja á Black&Basic en það er bæði alveg ótrúlega skemmtilegt og þægilegt að versla hjá þeim! Þegar þú ert inná síðunni kemur upp lítill spjallgluggi sem þú getur opnað og spjallað við starfsmenn síðunnar ef þig vantar hjálp! Ótrúlega þægilegt og sniðugt, þá þarf maður ekki að bíða eftir svari við tölvupósti ef maður er með spurningar.

Akkúrat núnar er 20% afsláttur af öllu á síðunni hjá þeim, sem ég mæli hiklaust með að nýta sér og næla sér t.d. í gullfallegt hulstur eða marmaraskart!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: