Drugstore vs. Department Store: L’oreal La Palette Nude Rose vs. Urban Decay Naked3

Ef að þið hafið verslað ykkur snyrtivörur í Bandaríkjunum, þá vitið þið að það eru tvennskonar tegundir af snyrtivöruverslunum. Annars vegar eru það drugstore búðir (apótek), sem eru með drugstore merki, og svo eru það department store búðir, sem eru með meira high end merki. Drugstore merkin eru yfirleitt mun ódýrari, en oft er þá ekki boðið upp á testera og fleira í búðinni, á meðan department store merkin eru dýrari og meiri þjónusta í kringum þau.Hér heima þá eru búðir eins og t.d. Hagkaup bæði með snyrtivörur sem teljast drugstore og department store. Department store merkin eru í sérstakri snyrtivörudeild, en drugstore merkin eru ýmist þar eða rétt fyrir utan hana. Þetta er því aðeins öðruvísi hér heima, en sömu merki teljast vera drugstore eða deparment store merki hér og úti. Sjálf þá versla ég algjörlega bæði í drugstore og department store, og mér finnst ótrúlega gaman að bera saman vörur sem eru dýrari og ódýrari. Oft er nefnilega hægt að finna eitthvað ódýrt sem býður á algjörlega jafn mikil gæði (eða meiri) og það sem er dýrara. Hér er ég því mætt með fyrstu færsluna mína þar sem ég ætla bera saman vörur frá ódýrara merki og dýrara merki!

Ég er nýbúin að næla mér í Naked3 pallettuna frá Urban Decay, en það hefur verið mjög mikið hype í kringum þessar pallettur (sem er reyndar kannski aðeins að minnka núna). Þær hafa oft verið sagðar þær bestu á markaðnum, og algjört “must have”. Í sumar kom L’oreal út með La Palette Nude í tveim litum, beige og rose, en þær verða að teljast alls ekkert ósvipaðar Naked pallettunum. Beige litnum svipar mikið til Naked2, en rose litnum svipar mjög til Naked3!

Verð: 

Ég ætla að bera saman verðin á pallettunum í Bretlandi, þar sem Naked pallettan fæst ekki á Íslandi, og í Ameríku er öðruvísi umbúðir af L’oreal pallettunni.

L’oreal La Palette Nude Rose: £14.99

Urban Decay Naked3: £38.00

Eins og þið sjáið er verðmunurinn töluverður, en þú gætir keypt þér tvær og hálfa L’oreal pallettu fyrir eina Urban Decay pallettu.

IMG_0047

Umbúðir:

Urban Decay pallettan kemur í álboxi, sem er með stórum spegli í lokinu. L’oreal pallettan kemur í plastboxi, sem er einnig með spegli í lokinu. L’oreal pallettan er mun minni og nettari, en Naked pallettan er mun stærri og þyngri. Með báðum pallettum fylgja tvöfaldir burstar, en í L’oreal pallettunni er lítill bursti öðru megin, og svampur hinumegin. Í Naked pallettunni er annar burstinn flatur og stífur, en hinumegin er meira fluffy bursti. Burstinn í Naked pallettunni er klárlega veglegri en í L’oreal, en fyrir fólk eins og mig sem á mikið af allskonar förðunarburstum skiptir það litlu máli, þar sem ég nota frekar þá bursta. En fyrir einhvern sem kannski ætti mjög fáa bursta þá væri það sennilega kostur Naked pallettunni í hag að burstinn í henni er mjög fínn. Í Naked3 pallettunni eru 12 augnskuggar, en í L’oreal pallettunni eru 10.

IMG_0046

IMG_0046 (1).jpg

Eins og þið sjáið á þessari samanburðarmynd eru litirnir í pallettunum tveim mjög svipaðir. Seinasti og fyrsti liturinn í báðum pallettum eru til dæmis mjög svipaðir, og báðar palletturnar eru með bland af möttum og sanseruðum litum. Það eru hlutfallslega fleiri sanseraðir litir í Naked pallettunni, og þeir tveir litir sem hún hefur framyfir L’oreal pallettuna eru sanseraðir. Eiginlega finnst mér þessum tveim litum vera ofaukið..mér fyndist alveg nóg að hafa 10 liti í Naked pallettunni, því það eru tveir litir í henni sem mér finnst frekar tilgangslausir og svipaðir öðrum litum.

IMG_0023IMG_0022

Á þessum myndum sjáið þið hvernig litirnir í pallettunum koma út á hendi. Báðar palletturnar bjóða upp á mjög góð pigment, og ég elska líka báðar formúlurnar. Þær eru eiginlega alveg frekar svipaðar, báðar mjög mjúkar og örlítið kremaðar. Maður sér á þessum swatch myndum, að dekksti liturinn í Naked verður aðeins dekkri en sá dekksti í L’oreal. Maður sér líka að það er meira áberandi sanseraðir litir í Naked, en í henni er einnig einn litur með perluáferð – sem er þessi nr.2 á hendinni. Athugið að á hendinni er ég ekki með neinn primer undir, en ég nota alltaf augnskuggaprimer og þá poppa litirnir ennþá meira út.

Niðurstaðan:

En hver er þá úrskurðurinn? Er Naked3 þess virði að borga meira en helmingi meiri pening? Í raun og veru finnst mér svarið ekkert alveg einfalt. Báðar palletturnar eru ótrúlega fallegar og þú færð mjög fallega augnskugga í þeim báðum. Hinsvegar ef maður horfir á verðið, þá finnst manni kannski munurinn heldur mikill, þar sem gæðin eru nánast algjörlega jafngóð. Hinsvegar færðu stærri og veglegri pallettu (með tveim auka litum) frá Urban Decay, en það er ljóst að þú borgar fyrir það. Ég myndi segja að fyrir hina venjulegu konu (ef hún er til), þá væri algjör óþarfi að splæsa þessum auka pening í Naked3. L’oreal pallettan er ótrúlega flott og þú færð virkilega mikið fyrir peninginn. En svo eru auðvitað þeir sem eru safnarar og finnst gaman að eiga stórar og veglegar pallettur, og þá er Naked3 auðvitað mjög flott líka! Svo að ef að þú kemst ekki til útlanda til að kaupa þér Naked pallettu, þá þarftu ekki að örvænta því að L’oreal La Palette Nude er mjög svipuð og fæst hér á landi!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörur í færslunni voru bæði fengnar sem sýnishorn og keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: