Makeup: Warm brown+Copper

Á laugardaginn gerði ég look á Snapchat, og ákvað að setja myndir af því hér líka ásamt vörulista, þar sem margir eru að spyrja útí hvað það var sem ég notaði.
Þetta look er alls ekkert svo flókið, en í aðalhlutverki er augnskuggi frá Anastasia Beverly Hills, sem heitir Copper Shimmer. Þið getið fengið hann á anastasiabeverlyhills.com, ásamt hinum augnskuggunum frá merkinu sem ég nota í þessari færslu. Ég byrja á að fara með Orange Soda í globus línuna og aðeins uppá augnbeinið, og skyggi svo með Chocolate Cookie (Too Faced) og Hot Chocolate. Í lokin set ég svo Copper Shimmer yfir allt augnlokið, en mér finnst best að enda á því svo hann fái að njóta sín almennilega. Áður en ég ber hann á augnlokið spreyja ég Fix+ á burstann til að festa litinn betur. Meikið sem ég notaði fékk líka mikla athygli á Snapchat, en það er frá Marc Jacobs, og er með mestu þekju sem ég hef á ævi minni séð. Það er samt sem áður alls ekki þykkt, og auðvelt er að dreifa því.
Augabrúnir:
Anastasia Dipbrow Pomade í litnum Chocolate
Augu:
Mac Paintpot í litnum Painterly
ABH augnskuggi í litnum Orange Soda
Too Faced augnskuggi í litnum Chocolate Cookie (úr Natural Eyes Matte pallettunni)
ABH augnskuggi í litnum Hot Chocolate
ABH augnskuggi í litnum Copper Shimmer
Mac Fix+ (til að spreyja á burstann með Copper Shimmer)
L’oreal Superliner Superstar eyeliner
Maybelline Smokey blýantur í svörtu
Mac pigment í litnum Vanilla
Tanja Lashes í týpunni Greece
L’oreal So Couture maskari
Andlit:
Benefit Porefessional primer
Marc Jacobs Re(marc)able foundation í litnum 46 – Golden Deep
Urban Decay Naked Skin Weightless concealer í litnum Light Warm
Laura Mercier Translucent Setting Powder
Hourglass Ambient Lightning palette
The Balm Bahama Mama bronzer
ABH Contour Kit í lit Light-Medium
Milani blush í litnum Luminoso
Becca x Jaclyn Hill highlighter í litnum Champagne Pop
Varir:
Mac lipliner í litnum Whirl
Buxom Bold Gel lipstick í litnum Sinful Cinnamon
P.s. ég er byrjuð að bóka niður í farðanir! Þið getið haft samband á Facebook, í emaili eða á Snapchat til að panta tíma 🙂
xxx
Þessi færsla er ekki kostuð.