2015: Best of makeup

Þá er komið að seinustu færslunni þar sem ég fer yfir vörur sem voru í uppáhaldi frá seinasta ári. Eftir helgi taka svo við nýjar og ferskar 2016 færslur, og ég hlakka til að fara með ykkur almennilega í þetta nýja ár!

facemakeup

1. The Balm Bahama Mama: Klárlega mitt uppáhalds sólarpúður á árinu. Það er í dekkri kantinum, sem hentar mér mjög vel, og svo er það alveg matt og frekar með gráum undirtón en gulum, sem gefur fallega skyggingu.

2. L’oreal GG cream: Þetta var 100% mest notaða snyrtivaran í sumar, enda er þetta krem fullkomið þegar maður vill hafa förðunina aðeins léttari. Það gefur fallegan sólkysstan ljóma, og er fallegt bæði eitt og sér eða sem grunnur undir farða.

3. Becca x Jaclyn Hill Highlighter Champagne Pop: Ég nældi mér í þennan í sumar, og þetta er án efa einn fallegasti highlighter sem ég á. Hann er mjög gylltur, sem ég elska, og er ótrúlega fallegur fyrir aðeins dekkri húð.

4. Gerard Cosmetics BB+ Illumination: Þetta fallega krem er eins og fljótandi highlighter, og ég er búin að nota það ótrúlega mikið, bæði undir og yfir farða.

5. Laura Mercier Translucent Setting Powder: Algjörlega púður ársins! Alltíeinu voru allir að nota þetta setting púður, og ekki að ástæðulausu, mér finnst það algjörlega frábært!

6. Smashbox Primer Water: Ég held að akkúrat núna sé ég á þriðju flöskunni minni af primer vatninu frá Smashbox, en vá hvað ég notaði það mikið á árinu! Það er fullkomið til að grunna húðina, eða fríska uppá hana, og lyktin er fullkomin.

7. Maybelline Age Rewind Concealer: Örugglega ein eftirsóttasta vara ársins.. Alltíeinu urðu einhvernveginn allir að eignast þennan hyljara, og ég á hann í nokkrum litum. Það sem mér finnst gera hann frábæran er púðinn sem maður notar til að setja hann á, hann er einstaklega þægilegur í notkun og frískar uppá svæðið undir augunum.

8. The Balm Mary Lou-Manizer: Þessi highlighter er einn sá allra besti á markaðnum, en hann er ótrúlega pigmentaður og fallegur en á góðu verði. Mér finnst þessi fullkominn fyrir aðeins ljósari húð.

9. L’oreal True Match: Nýja True Match formula kom á árinu, og alveg eins og sú gamla er hún orðin uppáhalds. Mér finnst hún hafa örlítið meiri ljóma en sú eldri, en formúlan er frekar létt með meðal þekju.

eyemakeup

1. Velour Lashes: Ég kynntist þessum minka augnhárum seint á árinu, en mér finnst þau sérstaklega falleg. Þau eru algjör lúxus vara, og það er hægt að nota þau töluvert oftar en venjuleg augnhár.

Anastasia Dipbrow Pomade: Árið 2015 kynntist ég dipbrow..en þetta eru sennilega ein bestu kynni ársins (fyrir utan það kannski þegar ég kynntist kærastanum mínum). Þessa vöru nota ég nánast daglega fyrir augabrúnirnar mínar, og mér finnst hún gefa fallegt náttúrulegt útlit.

3. Carli Bybel Pallette: Þessa pallettu eignaðist ég seint á síðasta ári, en hún hefur verið ótrúlega mikið notuð. Hún inniheldur augnskugga og highlightera, og er fullkomin palletta til að eiga í safninu sínu.

4. L’oreal La Palette Nude Rose: Þegar nýju nude palletturnar frá L’oreal komu út, var ég fyrst alveg húkt á þessari brúnu. En þegar ég fór svo almennilega að nota þessa rose lituðu er ég með algjört æði fyrir henni, litirnir eru bara svo ótrúlega fallegir!

5. L’oreal Brow Artist Genius Kit: Þetta augubrúna-kit frá L’oreal var líka í uppáhaldi, en í því er vax og púðurlitur. Það er fullkomið til að móta augabrúnirnar vel, og liturinn helst vel í þeim útaf vaxinu.

6. Urban Decay Naked Basics: Þessi var alveg ótrúlega mikið notuð á árinu, en hún inniheldur alla matta brúna tóna. Fullkomin hversdagspalletta!

7. Maybelline Lash Sensational: Maskari ársins að mínu mati! Þessi er með frábærum sveigðum gúmmíbursta, og hann lengir, þykkir og sveigir augnhárin.

8. L’oreal Million Lashes Féline: Nýji maskarinn í million lashes línunni frá L’oreal gefur hinum ekkert eftir að mínu mati, og er orðinn einn af mínum uppáhalds.

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: