2015: Best of lips&beauty tools

Í dag ætla ég að renna yfir þau förðunaráhöld og þær varavörur sem stóðu uppúr fjöldanum á seinasta ári hjá mér.

beautytools copy

1. Real Techniques Duo Fiber Collection: Hvíta Duo Fiber settið frá Real Techniques kom til landsins á árinu, en ég hafði reyndar eignast það árið 2014. Mér finnst þessir burstar alveg ómissandi í safnið, og ég nota þá mjög mikið. Duo fiber burstar eru þéttari neðst, og svo eru lengri hvít hár sem gefa öðruvísi áferð efst.

2. Bold Metals 300 Tapered Blush: Bold metals burstarnir komu líka á árinu, og annar af þeim tveim sem ég nota langmest er þessi hér. Hann er dásamlegur í kinnalit eða highlighter, og svo er hann líka alveg einstaklega fallegur að horfa á!

3. Bold Metals 201 Pointed Crease: Þessi augnskuggabursti finnst mér algjörlega ómissandi! Hann er í laginu eins og byssukúla, og með honum er einstaklega auðvelt að búa til fallega blandaða skyggingu í globus línunni.

4. Solid Blendercleanser: Þessi bursta og svampasápa var sennilega mikilvægasta og merkilegasta uppgötvunin mín á árinu. Áður en ég kynntist henni hélt ég að ég yrði einfaldlega að lifa við blettótta meik-svampa alla mína ævi, en með henni komst ég að því að það er hægt að ná þeim úr! Hún er líka frábær fyrir bursta.

5. BeautyBlender: Þessi fallega bleiki förðunarsvampur kom inní líf mitt á árinu, sem betur fer! Hann er hið fullkomna förðunaráhald þegar maður þarf að blanda, og ég nota hann nánast daglega.

lips

1. The Balm Meet Matt(e) Hughes í litnum Committed: Þetta var held ég fyrsti fljótandi varaliturinn sem ég prófaði, og fékk mig til að hoppa um borð í “liquid lipstick trend” lestina. Liturinn er ótrúlega fallegur, og lyktin af honum er góð!

2. Maybelline Color Sensational í litnum 625 Iced Caramel: Þennan uppgötvaði ég aftur á árinu, eftir að hafa átt hann í safninu mínu í einhvern tíma. Ég held að þetta sé sá varalitur sem ég gríp oftast í dagsdaglega, en formúlan er rakagefandi og liturinn er fullkominn karamellubrúnn-nude.

3. Mac lipstick í litnum Brave: Ég eignaðist þennan á árinu og fannst hann fullkomnasti varalitur sem ég hafði eignast þegar ég keypti hann. Mér finnst hann ennþá fullkominn, og ég gæti trúað að ég þyrfti að endurnýja hann á nýju ári! Liturinn er svona brúnbleikur rose.

4. Blue Lagoon Rich Nourishing Lip Balm: Þessum varasalva kynntist ég á árinu og hann er sko kominn til að vera! Þetta er langbesti nærandi varasalvi sem ég hef prófað, og þetta er sá eini sem dugar þegar frostið er mikið. Hann er fullkominn fyrir mjög þurrar og sprungnar varir.

5. Fresh Sugar Advanced Lip Therapy: Þessi varasalvi er ásamt Bláa Lóns varasalvanum hiklaust minn uppáhalds. Hann er algjörlega dásamlegur þar sem hann bráðnar eins og smjör samstundis inní varirnar.

6. NARS Audacious í litnum Anita: Þetta var varaliturinn sem byrjaði að fá mig til að elska varaliti, eftir langt tímabil þar sem mér fannst varalitir alltaf þurfa að vera eitthvað voðalega áberandi. Formúlan í þessum er dásamleg, frekar mött og helst á allann daginn.

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: