2015: Best of haircare&nailcare

Upptalningin heldur áfram, en ég í dag ætla ég að deila með ykkur þeim hár og naglavörum sem stóðu uppúr á árinu sem var að líða.

haircare copy

1. Moroccanoil Hydrating Weightless Mask: Þessi maski er klárlega allra besti hármaski sem ég hef prófað. Það sem ég elska við hann, er að hann nærir hárið svo ótrúlega vel án þess að þyngja það, sem skiptir miklu máli fyrir mig þar sem ég er með mjög fíngert hár. Fullkominn!

2. Rock Your Hair – Hair Plump: Hair plump er einhverskonar blanda af þurrsjampó og texturizer, og ég algjörlega dýrka það. Það er léttara en þursjampó og skilur ekki eftir sig hvítar agnir eins og mörg þurrsjampó, og svo bætir það hellings volume í hárið líka. Dýrka þetta!

3. Moroccanoil Treatment: Já ég féll algjörlega fyrir Moroccanoil á árinu! Olían sjálf finnst mér vera algjört must, og ég nota hana eftir hverja sturtu. Hún er bara svo dásamleg, lyktin er fullkomin og hún mýkir og verndar hárið.

4. Moroccanoil Volume sjampó og næring: Þegar ég klippti á mér hárið um páskana hét eg því að hugsa betur um nýja hárið mitt, og keypti mér þessa línu frá Moroccanoil. Síðan þá hef ég ekki fundið neitt sjampó eða næringu sem hentar mínu hári betur, en fyrir fíngerða hárið mitt er þetta algjörlega fullkomið combo!

5. Eleven Miracle Hair Treatment: Keypti mér þetta einmitt líka eftir að ég klippti á mér hárið, og hef notað það sem hitavörn síðan. Þetta er ótrúlega gott svona “allsherjarefni” fyrir hárið, þar sem það mýkir, afrafmagnar og verndar það fyrir hita – svo einhver dæmi séu nefnd.

nailcare copy

1. Essie Help Me Grow: Essie kom til landsins á árinu við mikinn fögnuð minn og margra annarra. Sú vara sem ég elska mest verður að vera Help Me Grow, en þessi naglanæring er sú besta sem ég hef prófað. Ég fæ endalausar spurningar um hana, en þú getur lesið um hvernig er best að nota hana í þessari færslu.

2. Essie Quick-e: Okei nei þessir dropar eru sú vara sem ég elska mest frá Essie..æi ég get enganveginn valið! Það sem þessir eru búnir að bjarga mörgum klesstum naglalakksnöglum.. Ég er virkilega óþolinmóð og nenni aldrei að bíða eftir að naglalakkið þorni, en þessir dropar þurrka það á 60sek og ég er aldrei með klesst naglakk lengur!

3. Essie Fiji: Nei sko þessi litur..hann ætti að heita bara Gyða. Þetta er fullkomnasti litur sem ég hef á ævi minni vitað, og í fyrsta skipti á ævi minni hef ég klárað heilt naglalakksglas. Ég fékk óteljandi spurningar um hann í byrjun, en ég bara elska þennan lit. Ég gæti talið upp marga fleiri liti frá Essie sem ég elska, en það mun aldrei neinn komast nálægt Fiji.

4. Barry M Rose Hip: Báðir litirnir sem ég valdi að setja hér á listann eru nánast eins á litinn haha. Þessi litur er samt örlítið öðruvísi og gelkenndari en Essie, en mér finnst naglalökkin frá Barry M líka vera frábær. Rose Hip er fullkomlega pastel-ljósbleikur.

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: