2015: Best of Skincare

Jæja kæru lesendur. Þá hef ég lokið við það erfiða verkefni að velja mínar uppáhalds vörur frá seinasta ári. Ég renndi yfir allar bloggfærslur seinasta árs, og valdi þær vörur sem mér fannst standa uppúr. Flestar hefur semsagt verið fjallað um hér áður á blogginu, en nokkrar hef ég ef til vill bara talað um á Snapchat. Ég skipti þeim niður í nokkra flokka, sem ég ætla að fara yfir næstu dagana. Fyrst ætla ég að sýna ykkur þær húðumhirðuvörur sem stóðu uppúr 2015!

skincare

1. Garnier Micellar Cleansing Water: Klárlega sú hreinsivara sem stendur uppúr! Þetta hreinsivatn nota ég á hverju kvöldi til að hreinsa farðann minn, en það má líka nota það á augun. Ég vel þetta framyfir önnur sambærileg micellar vötn, vegna þess að umbúðirnar eru stórar og endast endalaust, og verðið er frábært!

2. Elizabeth Arden Green Tea Hone Drops Body Cream: Það er ekkert bodylotion sem kemst nálægt þessu að mínu mati. Fyrir þá sem eru með mjög þurra húð er þetta algjört galdrakrem, en það nærir alveg ótrúlega vel. Það er í dýrari kantinum en vel þess virði.

3. St.Ives Fresh Skin Apricot Scrub: Allra besti hreinsandi andlitsskrúbbur sem ég veit. Hann er með apríkósukjörnum sem hreinsa húðina svo ótrúlega vel. Því miður hefur verið erfitt að fá hann á Íslandi seinasta árið, en ég treysti á Kost Dalvegi að koma með hann aftur í sölu!

4. L’oreal Skin Perfection: Sú húðvörulína sem mér finnst standa uppúr, er Skin Perfection línan frá L’oreal. Hún er hönnuð til að vinna á þreytu og streitu merkjum í húðinni, og fullkomna áferð hennar – og mér finnst hún gera einmitt það. Mér finnst ég sjá mikinn mun á svitaholunum mínum eftir að hafa notað serumið og kremið, en það inniheldur virka efni LR2412 sem vinnur að því að minnka svitaholurnar.

5. L’oreal Sublime Bronze Gradual Tan: Sú brúnkuvara sem stendur uppúr á árinu er gradual tan bodylotionið frá L´oreal. Ég nota ekki mikið af brúnkuvörum, en þetta er snilld þegar ég vill aðeins fríska uppá litinn minn. Það gefur svo ótrúlega fallegan gylltan lit og ljóma, að mér líður eins og ég sé nýkomin af ströndinni. Fullkomið fyrir þetta “everyday tan”.

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: