Gleðilegt nýtt ár!

Jæja kæru lesendur! Ég er komin aftur eftir yndislegt jólafrí, og lofa fullt af skemmtilegum færslum á næstunni. Ég átti yndisleg jól heima á Akureyri, og skellti mér svo til Washington með kæró 30. des, þar sem við eyddum áramótunum.

Washington DC er yndisleg borg, og algjörlega fullkomin “kósý” borg, ef svo má að orði komast. Okkur leið alls ekki eins og við værum stödd í neinni stórborg, hvað þá höfuðborg Bandaríkjanna, þar sem allt var voða rólegt og afslappað. Allir einstaklega kurteisir og hjálpsamir, og fílingurinn var miklu meira eins og í litlum smábæ.Við gistum í 5mín göngufæri frá Georgetown, sem er svona “laugavegurinn”, og staðsetningin hefði ekki getað verið betri. Gamli bærinn í Georgetown var ótrúlega fallegur, og fullur af litlum göngustígum þar sem hægt var að fara í rómantíska göngutúra. Algjörlega fullkomin staðsetning fyrir kósý paraferð! Áramótunum sjálfum eyddum við svo um borð í snekkjunni Spirit of Washington, sem var alveg ótrúlega skemmtilegt. Siglingin var um 3 tímar, og maturinn um borð var ótrúlega góður. Það var öðruvísi upplifun að sjá eina pínulitla flugeldasýningu á miðnætti, í staðinn fyrir geðveikina sem er á Íslandi. Við heimsóttum svo að sjálfsögðu Hvíta húsið, sem er bara í miðri borginni innan um venjuleg íbúðarhús og verslunargötur – engir Bessastaðir það. Í kringum Hvíta húsið var eiginlega eini staðurinn þar sem maður sá einhverja ferðamenn, annars var þetta allt saman bara voðalega kósý og ekkert af svona ferðamannastaða..æj þið vitið. Restinni af tímanum eyddum við svo í að versla og labba um og skoða, kíktum í Smithsonian National Zoo og sáum pöndur og fíla og borðuðum góðann mat. Ferðin var yndisleg, og ég sagði við kærastann minn að þarna langaði mig að koma aftur rétt fyrir jól, í helgarferð einhverntímann – allt svo kósý og jólalegt.

Annars langar mig að þakka kærlega fyrir lesturinn og samfylgdina á árinu sem var að líða, og ég hlakka mikið til næsta árs með ykkur!

Þangað til næst..

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: