Ég mæli með: Velour Lashes

Ég eignaðist svo dásamlega falleg augnhár um daginn!

IMG_5881IMG_5886

Augnhárin eru frá Velour Lashes, og fást á Lineup.is. Þau eru úr minka hárum, og eru þessvegna extra svört, létt og fluffy. Mig var búið að dauðlanga í mink augnhár svo lengi, og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum með þessi, þau eru dásamlega falleg. Þar sem minka hárin eru extra fluffy, þá verður útkoman svo ótrúlega falleg, svolítið meira 3D heldur en þegar maður notar venjuleg augnhár. Minka augnhár endast líka mun lengur en venjuleg augnhár, en þú getur notað þau í allt að 25 skipti ef þú hugsar vel um þau. Minka augnhár eru algjör lúxusvara, og eru dýrari en venjuleg augnhár, en áferðin og notagildið eru líka allt annað.

IMG_4687IMG_4715IMG_4692

Týpan sem ég fékk mér heitir TDotOhh, en þau eru fallega vænglaga, og er raðað mismunandi á bandið. Fremst eru þau lögð í kross, en eru svo lengri og þykkri í endana. Þau eru mjög löng, alveg eins og ég vill hafa þau, og mér finnst þau alveg passlega þykk. Ekki alltof þykk en þykktin í endana er mjög falleg og smellpassar með fallegri eyeliner förðun. Eitt sem er snilld við augnhárin er bandið, það er alveg kolsvart, og augnhárin eru fest innan í því og það síðan pressað. Þannig verður áferðin á bandinu alveg slétt, en ekki ójöfn eins og á augnhárum sem eru bundin á bandið. Útaf því að bandið er alveg svart, og pressað, ýkir það eyelinerinn ennþá meira og augnhárin verða extra þykk við rótina.

IMG_4701IMG_4699

Á þessum myndum getið þið séð aðeins hvað ég meina með að þau séu extra “fluffy”. Manni líður hálfpartinn eins og maður sé með vængi sem maður blakar, en þau eru líka ótrúlega létt og fjaðurkennd. Mér fannst þessi svo dásamleg að ég er líka nýbúin að fjárfesta í Doll Me Up týpunni, en ég notaði þau einmitt í smokey lokaprófinu mínu í Reykjavík Makeup School!

IMG_4696IMG_4698IMG_4697

Ef ykkur vantar falleg augnhár þá mæli ég hiklaust með þessum, og ég ætla alveg klárlega að vera með mín á áramótunum!

Þú getur skoðað úrvalið HÉR.

xxx

Vöruna í færslunni fékk ég sem sýnishorn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: