Ég um mig: og lokaprófin í Reykjavík Makeup School
Í fyrradag útskrifaðist ég úr Reykjavík Makeup School, og er því formlega orðin lærður förðunarfræðingur! Ég viðurkenni alveg að það voru blendnar tilfinningar að útskrifast..mér fannst svo gaman í skólanum að mig langaði hreinlega bara ekkert að klára. En allt verður að taka enda, og það er líka skemmtilegt að vera loksins orðin lærð. Mig langaði að sýna ykkur myndirnar úr lokaprófunum mínum, en lokaprófin eru þrjú: beauty förðun, smokey förðun, og fashion. Fyrir fashion prófið mitt fékk ég verðlaun fyrir bestu myndina, sem var alveg ótrúlega skemmtilegt! Myndin mín fær þá að hanga upp á vegg í skólanum, og svo fær hún líka að fara uppá vegg heima hjá mér!
Beauty lokapróf
Módel: Telma Fanney Magnúsdóttir
Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir
Smokey lokapróf
Módel: Ástrós Traustadóttir
Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir
Fashion lokapróf
Módel: Katrín Lára Garðarsdóttir
Fatnaður: Selected Smáralind
Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir
xxx
Færslan er ekki kostuð.
Pingback: Gyða Dröfn um lokaprófin í skólanum – Reykjavik Makeup School