Jólagjafahugmyndir: Handa vinkonunni!

Já kæru lesendur..jólagjafalistar eru svo sannarlega allsráðandi á síðunni þessa dagana! Enda nálgast jólin óðfluga, og hver fer að verða síðastur að útvega fallegar gjafir handa vinum og vandamönnum. Það er alltaf gaman að gleðja góða vinkonu með fallegum gjöfum, og ég er með nokkrar hugmyndir í pokahorninu..

vinkonugjof.jpg

1. Real Techniques Blush Brush: Burstar eru alltaf skemmtileg vinkonugjöf!

2. iPhone Marmarahulstur: Marmarahulstrið frá Black&Beisik er svo sjúklega flott, tilvalið fyrir vinkonu. Þú færð það HÉR.

3. Beautyblender: Þessi vinsæli svampur er fullkomin gjöf, því hann hentar öllum þeim sem nota snyrtivörur, og maður þarf alltaf að kaupa sér nýjann eftir ákveðinn tíma. Þú færð hann HÉR.

4. Rimmel Stay Matte Translucent púður: Þetta púður er frábær gjöf, þar sem translucent liturinn hentar öllum (hann er nokkurnveginn glær). Fæst t.d. í Hagkaup.

5. Völuspá kerti: Þessi kerti eru svo ótrúlega falleg, og væru fullkomin í fallegt stelpuherbergi eða íbúð. Það eru til margar gerðir HÉR.

6. The Body Shop gjafakassi: Í the Body Shop er til fjöldinn allur af sniðugum gjafakössum, og ég hef sjálf nýtt mér þá oft. Þessi inniheldur t.d. sturtusápu og body lotion með kókoslykt, en maður getur valið þá lykt sem hentar vinkonu manns helst!

7. Tangle Teezer: Ef að vinkona þín er með sítt hár er skemmtilegt að gefa henni hárbursta. Mínir uppáhalds eru Tangle Teezer burstarnir, en þeir fást t.d. í apótekum Lyf og Heilsu.

8. Kósýsokkar: Það er ekkert betra en að fá hlýja og mjúka sokka í jólagjöf, sem maður getur kúrt sig í um jólin. Fást t.d. í Hagkaup.

9. I love.. gjafaaskja: Fyrir þessi jól fást ótrúlega fallegar gjafaöskjur frá I love.. merkinu. Mér finnst þessar með sturtusápu og sturtudúsk til dæmis ótrúlega fallegar!

10. EOS Coconut Milk varasalvi: Það þurfa allir að eiga varasalva í frostinu og þessi með kókoslyktinni frá EOS finnst mér æði!

11. Essie Fiji naglalakk: Fallegt naglalakk er líka mjög skemmtileg vinkonugjöf, og þá finnst mér auðvitað minn uppáhaldslitur: Fiji, vera tilvalinn!

12. Varalitur úr Mac: Varalitirnir úr Mac eru held ég örugglega þeir vinsælustu, enda eru til ótal litir og áferðir. Einhverjar vinkonur eru kannski með sérstaka liti á óskalistanum, en annars getur þú valið fyrir hana og hún svo einfaldlega skipt ef henni líkar ekki liturinn.

13. Lash Sensational gjafaaskja: Það er alltaf “safe” að gefa maskara. Öllum stelpum vantar maskara innan nokkurra vikna, svo hún mun pottþétt geta notað hann. Í þessari fallegu gjafaöskju frá Maybelline fylgir líka með litað augabrúnagel!

14. Sigma Beauty burstaþvottahanski: Ef vinkona þín á einhverja förðunarbursta, er tilvalið að gefa henni svona burstahreinsihanska til að gera henni þrifin á burstunum auðveldari!

15. Náttbuxur: Ég vonast alltaf eftir amk einum náttbuxum í einhverjum jólapakka, til að eiga til að smeygja mér í á jóladagsmorgun. Fást á mörgum stöðum, t.d. í Hagkaup og Joe Boxer.

16. Invisibobble hárteygjur: Fyrir síðhærðar vinkonur eru Invisibobble teygjurnar algjört must. Eftir að ég kynntist þeim nota ég engar aðrar teygjur, og það er alltaf gaman að eignast fleiri liti. Fást t.d. á hárgreiðslustofum.

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: