Jólagjafahugmyndir: Handa Kærastanum!

Sem starfandi kærasta verð ég að viðurkenna eitt: mér finnst jólagjöfin handa kærastanum sú allra erfiðasta. Ég veit ekki hvað það er, en það er stundum eitthvað svo erfitt að finna hinn fullkomna jólapakka handa þessum elskum. Það virðast fleiri kærustur vera í sömu sporum og ég, því þessi listi er margumbeðinn. Ég leitaði til fylgjenda minn á Snapchat til að finna fleiri hugmyndir fyrir listann, og þakka kærlega fyrir hjálpina. Ef að þið eruð farnar að örvænta um jólapakkann handa kæró – örvæntið ey lengur, ég er með nokkrar snilldar hugmyndir!

gjafahugmyndirkæro.jpg

1. Gjafabréf á sérsaumaða skyrtu hjá Suitup Reykjavík: Suitup er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að sérsauma fallegar skyrtur, og hægt er að velja um ýmis efni og útfærslur. Gjafabréf á svona skyrtu er snilldar gjöf því þá getur kærastinn fengið sér nákvæmlega eins skyrtu og hann langar í! Þið getið haft samband við Suitup HÉR.

2. Sauvage ilmurinn frá Dior: Rakspýri er auðvitað ein klassískasta kærastagjöf sem til er, og ef að þig vantar hugmyndir af nýjum ilm fyrir þinn heittelskaða, þá er nýji Sauvage ilmurinn frá Dior algjört ‘must-have’! Fæst í Hagkaup og Apótekum.

3. 66°norður Bylur rúllukragapeysa: Rúllukragar eru mjög mikið inn þessa dagana, og mér finnst þessi fallega þykka peysa frá 66°norður fullkomin notkun á trendinu. Hún er örugglega líka ótrúlega hlý, og svo gæti hún líka verið fullkomin fyrir þig til að stela á köldum dögum!

4. Daniel Wellington úr: Úr er alltaf góð gjöf, hvort sem það er fyrir kærasta eða kærustu, og Daniel Wellington úrin eru virkilega falleg og klassísk. Fást í úra og skartgripabúðum.

5. Timberland skór: Timberland skórnir fá að vera á báðum listum, þar sem þeir henta fyrir bæði kynin og eru ótrúlega góð gjöf ef makanum vantar góða skó fyrir veturinn. Hversu krúttlegt væri líka ef að þið mynduð óvart gefa hvort öðru eins skó? Fást í Timberland búðinni Kringlunni og Laugavegi.

6. Fast Sweat buxur úr Jack&Jones: Það er alltaf gott að eiga einar þægilegar og kósý buxur – sem kærastan getur svo stolið á letidögum.. Þessar eru úr Jack&Jones og kosta 7.990kr!

7. Norse Project Sigurd trefill: Trefill er eitthvað sem að allir þurfa að eiga um þessar mundir, og þessi ótrúlega fallegi ljósgrái trefill fæst í Húrra Reykjavík (HÉR).

8. 66°North x JÖR húfa: Góð húfa er góð gjöf, og ekki er verra að hún sé líka flott! Nýlega fór hönnunarteymi JÖR í samstarf við 66°norður, og nú er hægt að fá þessa flottu húfu sem er afrakstur samstarfsins.

9. Skeggolía frá JS Sloane: Fyrir þá kærasta sem eru með skegg, er þessi skeggolía algjör snilld. Hún mýkir bæði skeggið og húðina undir skegginu, sem að gleymist ansi oft. Það er líka hægt að fá sniðugt gjafasett sem inniheldur olíuna, greiðu, hárvax og sápustykki – fullkomin gjöf! Fæst hjá Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar.

10. Fifa 16: Já þessi varð að sjálfsögðu að fá að vera á listanum. Ég á reyndar ekki kærasta sem spilar Playstation, en samkvæmt honum er þessi leikur samt sem áður must. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

11. Skeggsnyrtir: Góður skeggsnyrtir er virkilega góð gjöf fyrir kærastann sem á ekki svoleiðis. Það er til fullt af mismunandi tegundum, og þeir fást í búðum eins og Elko og Byko.

12. Pókersett: Gæti verið skemmtileg hugmynd ef kærastinn þinn hefur gaman af því að spila póker! Svona sett fæst t.d. í versluninni Spilavinir.

13. Gjafabréf í Tattoo: Eitthvað sem ég veit að minn kærasti yrði virkilega ánægður með! Gjafabréf í tattoo slær örugglega í gegn ef að kærastanum þínum langar í (fleiri) tattoo, og þau er hægt að kaupa á flestum húðflúrstofum.

Gjafir tengdar áhugamálum eru líka alltaf góð hugmynd, og kannski vita vinir hans um eitthvað sem hann akkúrat vantar!

xxx

Þessi færsla er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: