Jólagjafahugmyndir: Handa Kærustunni!

Jæja kæru og elskulegu kærastar! Er einhver stressaður fyrir jólagjöfinni handa kærustunni? Ef svo er þá er ég búin að smella saman litlum lista sem gæti gefið ykkur einhverjar hugmyndir! Á listanum eru bæði stórar og litlar gjafir sem ég held að muni hitta í mark.

gjafahugmyndir.jpg

1. Real Techniques Bold Metals Essentials Set: Það er ansi mörgum skvísum sem langar að eignast Bold Metals burstana, og ég veit að margir kærastar yrðu vinsælir við að uppfylla þann draum. Bold Metals hátíðarsettið er því tilvalin gjöf! Og já..við þurfum mismunandi bursta og þeir eru ekki allir eins, og nei..við getum ekki bara keypt okkur málningarpensla. Fæst t.d. í Hagkaup og Apótekum.

2. Nærfatasett frá Calvin Klein: Nærfatasettin frá Calvin Klein eru búin að vera svo ótrúlega vinsæl, enda bæði falleg og þægileg. Náttbuxurnar eru líka æði, og ég veit að þær yrðu vinsælar til að kúra í um jólin! Fæst t.d. hjá Isabellu nærfataverslun og þið getið pantað hjá þeim HÉR.

3. Úr: Eitthvað sem er ótrúlega fallegt og klassískt að gefa kærustunni gæti verið fallegt úr. Ég fékk akkúrat eins úr og er á myndinni í surprise gjöf frá kærastanum mínum í sumar og það vakti mikla lukku. Ég mæli með að kíkja á úr frá Michael Kors og Daniel Wellington! Fást í skartgripaverslunum.

4. Veski frá Michael Kors: Fallegt veski frá Michael Kors yrði sennilega mjög vinsælt, og ef þú veist ekkert hvaða lit henni langar í er alltaf klassískt að veðja á svart. Fæst í Leonard í Kringlunni.

5. Clarisonic Mia 2 hreinsibursti: Ég veit að Clarisonic burstarnir eru á óskalistunum hjá mörgum, þar á meðal mér. Þeir eru frábærlega falleg gjöf fyrir kærustuna sem finnst gaman að hugsa vel um húðina. Fást t.d. í Hagkaup Kringlu og Smáralind.

6. Freddy Superfit buxur: Ef að kærustunni þinni finnst gaman að fara í ræktina, þá eru hinar fullkomnu svörtu ræktarbuxur tilvalin gjöf. Ég er einmitt nýbúin að eignast þessar og get vottað: þær eru fáránlega flottar og þægilegar! Þið gætuð líka verið að gera sjálfum ykkur greiða með því að gefa henni þessar, því kærastinn minn vill helst að ég sé alltaf í þessum buxum. Hann sagði orðrétt við mig áðan að “þær búi til á mig extra mikinn kúlurass”.  Fást HÉR.

7. Timberland skór: Ef að kærustunni þinni vantar góða skó í snjóinn eru Timberland skór alltaf klassískir. Sjálfri dreymir mér um að eignast svona þessa dagana. Ef að kærastan þín er með litla fætur geturðu meirasegja örugglega keypt barnastærð handa henni, en þeir eru alveg eins, bara ódýrari. Fást í Timberland búðinni í Kringlunni og á Laugarvegi.

8. HH Simonsen sléttujárn: Flestar, eða mjög margar stelpur, nota sléttujárn – og það skiptir öllu máli  að sléttujárnið sé gott. Ég fann þetta gullfallega marmara sléttujárn á Beautybar.is, en það eru til góð sléttujárn á flestum hárgreiðslustofum. Það er líka hægt að fara í verslanir eins og Byko eða Elko, en þá mæli ég með að fá ráðgjöf hjá starfsmanni um hvaða járn sé best. Járnið á myndinni fæst HÉR.

9. Marmara cover fyrir iPhone: Vefverslunin Black&Basic byrjaði nýlega að selja gullfalleg marmarahulstur utan um síma, og þau eru alveg fáránlega flott. Þau eru nefnilega glær á hliðunum, þannig að liturinn á símanum kemur í gegn, og lúkka alveg bilaðslega vel! Fást HÉR.

10. Gjafabréf í nudd, SPA, eða snyrtingu: Þetta er ábyggilega eina gjöfin á listanum sem ég myndi þora að fullyrða að öllum kærustum langi að fá. Það er bara svo yndislegt að fá fallegt gjafabréf í dekur, því það er eitthvað sem maður er ekki nógu duglegur að kaupa handa sjálfum sér. Þú gætir jafnvel keypt gjafabréf í SPA dag handa ykkur saman!

11. Maybelline Lash Sensational gjafaaskja: Ef að þig langar að gefa kærustunni þinni snyrtivörur, eru allar verslanir uppfullar af fallegum gjafaöskjum sem smellpassa í jólapakkann. Það er alltaf frekar “safe” að veðja á maskara, vegna þess að öllum stelpum vantar maskara á nokkurra mánaða fresti. Lash Sensational maskarinn er einn af mínum uppáhalds, og með í öskjunni er litað augabrúnagel, sem er fullkomið með!

Vonandi gaf ég ykkur einhverjar hugmyndir ef þið eruð ennþá að leita að fallegri gjöf handa kærustunni – annars er alltaf sniðugt að hlera vinkonur hennar ef þið vitið ekkert hvað henni myndi langa í 😉

xxx

Færslan er ekki kostuð.

2 Comments on “Jólagjafahugmyndir: Handa Kærustunni!”

  1. Pingback: Ég elska: Freddy Superfit | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: