Jólagjöf frá Real Techniques ❤️

Jæja kæru lesendur, í þetta skiptið langar mig í samstarfi við Real Techniques að gefa þrem lesendum nýja fallega jólasettið frá Real Techniques! Ég veit að settið er á óskalistanum hjá mörgum, og þar á meðal mér, en mig langar að segja ykkur aðeins betur frá því.

IMG_6459

Ég er algjör burstasafnari, og þegar það kemur nýtt Limited Edition sett frá Real Techniques þá verð ég að eignast það. Þetta sett er akkúrat þannig, en það inniheldur tvo exclusive bursta, sem eru bara í þessu setti og verða ekki til þegar það er búið. Settið kemur með virkilega fallegri hvítri tösku, og inniheldur 5 bursta sem eru í metal útgáfu af venjulegu grunnlitunum, bleikum, appelsínugulum og fjólubláum.

IMG_6469

Í settinu eru:

Multi Task Brush: Þetta er mjúkur, meðalstór, púðurbursti. Þetta er algjörlega minn go-to kinnalitabursti, en hann er líka frábær í venjulegt púður eða bronzer.

Tapered Foundation Brush (exclusive): Þessi farðabursti er þéttur, stuttur og stífur, og hentar mjög vel í fljótandi farða. Svona bursta elska ég líka að nota í primer eða krem!

Base Shadow Brush: Klárlega mest notaði augnskuggaburstinn minn frá Real Techniques. Ég nota þennan til að bera grunnlitinn minn yfir allt augnlokið, eða til að blanda skyggingu.

Angeled Highlighter Brush (exclusive): Þessi er ekki ósvipaður uppáhalds burstanum mínum (setting brush), nema hann er skáskorinn. Hann hentar fullkomlega í highlighter, eða til að dreifa úr hyljara undir augunum, eða jafnvel til að blanda augnskyggingar!

Fine Liner Brush: Frábær mjór bursti sem ég nota í eyeliner.

IMG_6457

Ef að þig langar að eignast þetta fallega sett, ásamt töskunni, þarftu að skilja eftir fallega jólakveðju í kommentunum hérna að neðan, og mundu að setja fullt nafn. Ég er svo alltaf þakklát fyrir þá sem nenna að deila færslunni með vinum sínum á Facebook! Það gæti líka verið gott hint fyrir vini þína um hvað þig langar í í jólagjöf 😉

Þann 8. desember mun ég svo draga út þrjá heppna sem eignast þetta fallega sett!

xxx

Færslan er ekki kostuð, en heildsala útvegar vinninga fyrir lesendur.

514 Comments on “Jólagjöf frá Real Techniques ❤️”

 1. Elsku Gyða Dröfn! Mig langaði að óska þér og lesendum/fylgjendum þínum gleðilegra jóla, að allir fái að njóta sín með fjölskyldu og vinum, njóti góðs mats og svo síðast en ekki síst að allir fái það sem þeir óski sér!
  Ég krossa fingur að eignast þetta fallega sett ef ekki hér þá í jólagjöf þar sem snyrtivöru eyðslan hefur stóraukist undanfarið haha

  GLEÐILEG JÓL enn og aftur ❤

  Like

 2. Gleðileg jól og farsælt komandi ár❄️. Það er búið að vera rosalega gaman að fylgjast með blogginu þínu og hlakka til að halda áfram að lesa það. 😊
  Jólakveðja Emilía Rós Ómarsdóttir. ⛄️

  Like

 3. Væri æðislegt að fá þetta sett í safnið! Dreymir um það.
  Gleðileg jól og farsælt komandi ár 🙂

  Like

 4. Finn alltaf hvað það fer að nálgast jólin þegar allir jólaleikirnir fara af stað…:) alltaf svo gaman að sjá fólk og fyrirtæki sem leggja einmitt uppúr því að betra er að gefa en að þyggja, enda fátt sem gefur manni jafn mikla jólahlýju í hjartað en að gleðja fólkið í kringum sig. Og æ hvað það væri nú gaman að eignast svona sett og prófa loksins þessa umtöluðu bursta!

  Like

 5. Gleðileg jól. Svo gaman að fylgjast með þér á snappinu og hér.
  Væri ekkert á móti því að fá svona fallega gjöf:)

  Like

 6. Gleðileg jól! Þessir burstar líta mjög vel út og væri til í að prófa!
  Hafðu það gott um jólin🎅🏻🌲❄️

  Like

 7. Eigðu yndisleg jól og takk fyrir skemmtilega bloggsíðu sem ég hef fylgst með í langan tíma núna 😃 Gleðileg jól!

  Like

 8. Gleðileg jól! ég hreinlega elska þetta blogg, og fylgist líka með snapchattinu þínu og verð bara að segja að þú ert æðisleg! Væri nú ekki verra að fá gjöf frá uppáhalds bloggaranum!

  Like

 9. Elsku Gyða Dröfn
  Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Það væri algjör draumur að fá þetta sett þar sem ég er að safna og ekki komin með marga bursta.
  Hafðu það gott um jólin🎅🎅
  Kær kveðja
  Jófríður

  Like

 10. Gleðileg jól elsku Gyða Dröfn og takk fyrir allar skemmtilegu færslurnar og snöppin í ár, ég hef ótrúlega gaman af því að fylgjast með þér, ekki má gleyma hversu mikið ég hef lært 🙂

  Jólakveðja
  Erna ❤

  Like

 11. Elsku Gyða Dröfn,
  Vil óska þér, fjölskyldu þinni og lesendum gleðilegra jóla og farsældar og komandi ári. Takk fyrir að gefa mér og öðrum frábær ráð í gegnum bloggið þitt og snappið þitt í gegnum tíðina. Hef sjálf fylgst lengi með þér og prófað margt sem þú hefur talað um. Þú ert sannkallaður gleðigjafi og gleður eflaust mörg hjörtu með því að gefa öðrum tækifæri á að vinna eitthvað sem ekki allir hafa efni á að kaupa. Það er sko jólaandinn. Ég væri sjálf til í að eignast svona sett þar sem ég á eiginlega enga bursta til að gera mig sæta fyrir jólin haha 🙂 Takk fyrir að vera frábær fyrirmynd og æðislegur bloggari!
  Með von um góð jól.
  Jólakveðjur! ❤

  Like

 12. Hæ hó og gleðileg jól! Ekki væri nú alslæmt að vinna í leik sem uppáhalds bloggarinn er með. Það hefur verið frábært að fylgjast með þér hér á netinu og á snapchat, hef lært svo margt af þér og mun áfram gera. 😚

  Jólakveðja, Alda Rut Sigurðardóttir ❤️

  Like

 13. Elsku Gyða, gleðileg jól til þín og þinna. ég vona innilega að jólin verði yndisleg fyrir þig. Eigðu góða tíma með fjölskyldunni þetta árið og vertu þakklát fyrir það sem þú hefur, en það er einmitt það sem jólin snúast um.

  Like

 14. Gleðileg jól og farsælt komandi ár! Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með þér, mjög ánægð að hafa frétt af snappinu þínu í gegnum góða vinkonu! Það væri gaman að vinna þetta sett svo maður geti betur haldið áfram að apa eftir förðunalook-unum þínum 🙃!

  Like

 15. Mig hefur alltaf langað til þess að prófa real techniques burstana! Ég hef bara heyrt góða hluti um þá og held að þetta sett væri snilldar sett til að byrja á.
  Annars ert þú frábær, ég er alltaf spennt að sjá það sem þú postar á snapchat og það er svo gaman að fylgjast með þér, þú ert alltaf í svo góður skapi og með góðar hugmyndir. Ég hlakka til að fylgjast með þér um jólin og vona að þín jól verði góð!
  Ps. það væri snilld ef þú myndir sýna svona hugmynd af hátíðar make-up looki á snap!

  Like

 16. Þetta væri draumajólagjöfin mín 😍
  Alltaf gaman að lesa bloggið þitt og snapchatið 😊 Þú er yndisleg! Gleðileg jól 🎄⛄️

  Like

 17. Þetta sett er svo fallegt væri æðislegt að eignast það! Gleðileg jól og hafðu það gott yfir hátíðirnar! 😊

  Like

 18. Væri æði að eignast þetta fallega sett 🙂
  Gleðileg jól og hafðu það extra gott yfir hátíðirnar 😃

  Like

 19. Jiii hvað það væri gaman að fá þetta sett 🙂 Gleðilega jól og farsælt komandi ár, hlakka til að fylgjast með þér á nýju ári, efast ekki um að það verði gaman eins og alltaf:D

  Like

 20. Jiii hvað það væri gaman að fá þetta sett 🙂 Gleðilega jól og farsælt komandi ár, hlakka til að fylgjast með þér á nýju ári, efast ekki um að það verði gaman eins og alltaf:D

  Like

 21. Ég væri alveg rosalega til í þessa í safnið! Glepileg jól og farsælt komandi ár. það var mjög gaman að fylgjast með þér þetta árið og það verður örugglega alveg jafn gaman að fylgjast með þér á komandi ári. hafðu það sem allra best um hátíðarnar. 🙂

  Like

 22. Elsku Gyða Gleðileg jól! Væri algjör draumur að eignast þetta sett!Þú ert svo mikil fyrirmynd! ❤ Væri ekkert smá gaman að fá þetta í mitt litla safn ;D Gleðileg Jól og hafðu það gott um Jólin! ❤

  Like

 23. Mig langar að gleðja góða vinkonu með þessu setti. Gleðileg jól til þín og þinna og hafðu það sem best yfir hátíðarnar☺

  Like

 24. Alltaf gaman að fylgjast með þér Gyða Dröfn, svo einlæg og ljúf. Burstarnir yrðu dásamleg jólagjöf:) Gangi þér vel í flutningunum.

  Like

 25. Kæra Gyða Dröfn, gleðileg jól og farsælt komandi ár! Vonandi munt þú og fjölskylda þín hafa það gott um jólin 🙂 Jólakveðja :3

  Like

 26. Ég elska að fylgjast með þér hér á blogginu og á snapchat ert svo skemmtileg og uppfull af fróðleik 🙂 langaði bara að óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári 🙂 ég væri mikið til í að eignast þetta fallega sett 🙂 knús 🙂

  Like

 27. mikið væri ég til í svona sett :)!

  ég á bara einn bursta og væri frábært að eignast fleiri, það hefur lengi staðið til að byrja að safna burstum svo þetta væri alveg snilldar kickstart í burstasafn!

  Like

 28. Desember er einn af uppáhalds! Mikið jólabarn 😊 Það sem myndi gera mánuðinn en betri er að vinna þessa flottu bursta 😄 Gleðileg jól og hafðu það sem allra best yfir hátíðirnar 😊

  Like

 29. Váá hvað ég væri sjúklega mikið til í þetta, líka til að bæta í burstasafnið þar sem það er ekki mikið 🙂
  Gleðileg jól Gyðja ❤

  Like

 30. Gleðileg jól 🙂 Elska bloggið þitt og elska real techniques! Er algjör safnari og nota bara bursta frá þeim. Þetta sett yrði kærkomið í safnið 🙂

  Like

 31. Virkilega fallegt burstasett sem myndi gleðja snyrtivörufíkilinn sem ég er mikið 😉 gleðilega hátíð 🎄🎁😍

  Like

 32. já takk!! Gleðileg jól til þín ❤ ❤
  ert svo mikið uppáhaldið mitt bæði í bloggum og á snapchat
  þetta sett myndi henta gg vel í að ná prófljótunni pínu af 😉

  en já ást :*

  Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: