Ég mæli með: 4 góðar húðnæringar fyrir veturinn!

Húðin mín er svo sannarlega farin að finna fyrir kuldanum..og ekki bara í andlitinu heldur um allann líkamann. Þó að ég sé ein af þeim sem finnst virkilega leiðinlegt að bera á mig líkamskrem, þá læt ég mig hafa það þessa dagana þar sem það er ekkert annað í boði! Ef að þið eruð að leita ykkur að góðri næringu fyrir húðina á líkamanum, þá er ég með fjórar góðar hugmyndir sem þú gætir kíkt á. Svo eru þær auðvitað líka frábærar hugmyndir í jólapakkann!

bodylotion

1. L’oreal – Sublime Body Royal Nutrition: Þetta krem er frekar nýlegt á markað frá L’oreal, og mér finnst það algjör dásemd! Það inniheldur olíur, en er samt ótrúlega fljótt að smjúga inn, og áferðin af því er frábær. Síðustu vikur er þetta kremið sem ég gríp hvað oftast í eftir sturtuna, það er mjög þægilegt að bera það á sig og mér finnst það næra alveg einstaklega vel.

2. Blue Lagoon – Algae & Mineral Body Lotion: Þetta body lotion frá Bláa lóninu er frekar þunnt, og mjög fljótlegt að bera á sig. Steinefnin og þörungarnir í því næra ótrúlega vel, og lyktin finnst mér það besta við þetta krem. Mér líður smá eins og ég sé nýkomin uppúr lóninu, lyktin er svo fersk og mild.

3. Elizabeth Arden – Green Tea & Honey Drops Body Cream: Þetta krem hef ég talað um áður, enda er þetta sennilega allra mest uppáhalds kremið mitt. Það er bara svo ótrúlega mýkjandi og nærandi, og svo er lyktin af því líka alveg einstök. Í því eru litlar hunangsperlur sem springa á húðinni og gefa henni góðan og djúpann raka, og maður verður alveg silkimjúkur.

4. Body Shop – Shea Body Butter: Þetta er svona eitt af þessum kremum sem ég hef örugglega átt hvað lengst. Ég man alltaf þegar ég var yngri og mamma átti svona krem, og síðan þá á ég þetta yfirleitt í skápnum hjá mér. Shea smjörið er alveg ótrúlega nærandi, og ég elska líka lyktina af því. Þetta krem er mjög stíft (eins og smjör) sem bráðnar svo við húðina þegar maður nuddar því inn. Þetta er alveg akkúrat fyrir húð sem er mjög þurr!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Sumar vörur hafa verið keyptar af greinarhöfundi sjálfum en aðrar hafa verið fengnar sem sýnishorn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: