Moroccanoil Smooth+gjafaleikur!

Jæja kæru lesendur! Þá er komið að næsta gjafaleik, sem verður að þessu sinni á Facebook síðu bloggsins. Til að taka þátt þá getið þið farið inná like síðu bloggsins HÉR, og þið ættuð að sjá hann þar. En í þessari færslu langaði mig að segja ykkur aðeins betur frá vörunum sem eru í gjafaleiknum, en það er nýja Smooth línan frá Moroccanoil! Þessi lína er fullkomin fyrir hárið okkar í vetur, því hún hjálpar hárinu að haldast mjúku og meðfærilegu í hitabreytingunum sem eru þegar maður fer úr frostinu og inn í hitann. Einnig sléttir hún hárið og bætir keratínbyggingu þess!

sjampo

Eins og ég sagði er Smooth línan ný frá Moroccanoil, en hún hentar öllum hártýpum. Eins og með öll sjampó frá Moroccanoil, þá innihalda þau ekkert SLS, og þessvegna þarf að vatnsvirkja þau. Maður gerir það með því að hafa hárið vel blautt þegar maður ber það í og nudda því í það þannig, eða að hafa lófana vel blauta þegar maður ber sjampóið í. Ef að maður gerir þetta ekki er erfiðara fyrir sjampóið að freyða, og maður þarf mun meira af því en maður á að þurfa. Sjálf vissi ég þetta ekki fyrst þegar ég átti sjampó frá Moroccanoil, og skyldi aldrei afhverju það freyddi svona lítið! Sjampóið inniheldur svo auðvitað argan olíu og argan smjör, og er með sérstakri Amino Renew tækni sem bætir byggingu hársins og sléttar það innanfrá!

harnæring

Hárnæringin vinnur sérstaklega gegn flókum, og er því mjög góð fyrir þær sem eru kannski með sítt hár sem flækist. Hún gerir hárið einstaklega mjúkt og meðfærilegt og inniheldur sömu Amino Renew tækni og sjampóið, sem bætir byggingu hársins og sléttar það innanfrá. Andoxandi argan olían hjálpar hárinu að haldast mjúku, og þegar hárnæringin er notuð með sjampóinu geta áhrifin haldist í allt að 72klst!

lotion

Smoothing Lotion er svo nokkurskonar krem, sem er gott að bera í rakt hár, áður en það er blásið. Það kemur í veg fyrir að hárið verði úfið, og þá sérstaklega í raka. Það afrafmagnar líka hárið og sléttir það, svo það verði mjúkt og meðfærilegt. Argan smjörið í blöndunni er sérstaklega blandað til að það þyngi ekki hárið, svo það helst mjúkt og létt!

leikur

Ég mæli klárlega með að prófa Smooth línuna, hún er æði og hentar öllum hártýpum. Svo mæli ég að sjálfsögðu líka með því að taka þátt í gjafaleiknum og eiga möguleika á að vinna hana!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vinningar voru fengnir fyrir lesendur frá heildsölu.

1 Comments on “Moroccanoil Smooth+gjafaleikur!”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: