Jólagjafaóskalistinn: Minn

Mamma bað mig um daginn að gera jólagjafaóskalista hérna á blogginu, sem mér fannst frábær hugmynd þar sem ég hef ekki gert það áður! Hver veit nema ég geri fleiri jólagjafahugmyndalista..en þetta er allavega minn persónulegi.

Á mínum lista eru allskonar hlutir í einum hrærigraut. Þar leynast ansi margir hlutir tengdir heimilinu, þar sem það eru flutningar á næsta leyti hjá mér, og það er alltaf svo gaman að koma sér fyrir á nýjum stað með nýjum og fallegum hlutum. Þar eru samt líka aðrir hlutir sem mig langar í, og eins og ég segi eru þetta allskonar hlutir í bland!

jolagjafalisti

1. Adidas – Romantic Woods Sweatshirt: Ég er búin að vera skotin í þessari ansi lengi! Finnst hún virkilega falleg, og væri alveg til í að eignast hana í fataskápinn. Fæst HÉR.

2. Moomin bolli: Ég væri alveg til í nýjan múmín bolla í safnið, en ég á einn sem ég fékk í jólagjöf í fyrra frá systrum mínum. Mér finnst þessi bleiki virkilega sætur! Fæst t.d. HÉR.

3. Snurk – Twirre sængurver: Mig langar mikið í ný og falleg sængurföt. Mér finnst ótrúlega gaman að eiga falleg og vönduð sængurföt, en mér finnst þessi frá Snurk ótrúlega falleg! Fást HÉR.

4. Nike – Air Max Thea: Mig dreymir um að eignast aðra Air Max Thea, en ég á eina hvíta, sem ég er búin að nota ótrúlega mikið. Þessir svörtu væru tilvaldir til að eignast næst! Fást HÉR.

5. Clarisonic húðbursti: Mig er lenig búið að langa í Clarisonic bursta, en ekki látið verða af því að eignast hann ennþá. Fást t.d. í verslunum Hagkaups.

6. Völuspá kerti: Mig dauðlangar í eitt svona fallegt Völuspáar kerti í nýja húsið. Lyktin af þeim er svo dásamleg og umbúðirnar eru fallegar. Ég er sérstaklega hrifin af Baltic Amber lyktinni! Fást t.d. HÉR.

7. Omaggio skál: Ég er alveg sek um að fylgja straumnum í Omaggio æðinu, mér finnst vörurnar þeirra ótrúlega fallegar. Ég á hinsvegar ekkert úr línunni þeirra, en væri mikið til í að eignast skál eða vasa. Fæst t.d. HÉR.

8. Pyropet kerti: Mér finnst eitthvað svo ótrúlega fallegt við Pyropet kertin, þó ég myndi örugglega aldrei týma að brenna þau. Þetta bleika er akkúrat í mínum lit og myndi sóma sér vel uppi í hillu! Fæst t.d. HÉR.

9. Iittala Kastelhelmi kökudiskur: Ég á nokkra hluti úr Kastelhelmi línunni frá Iittala, en mér hefur lengi langað í kökudiskinn. Fæst t.d. HÉR.

10. Make Up Eraser: Klúturinn sem allir eru að tala um þessa dagana! Þetta er klútur sem tekur af make up, án allra hreinsiefna. Ég verð að viðurkenna að ég mun ekki sannfærast um ágæti hans fyrr en ég prófa hann sjálf, og langar því mikið að prófa! Fæst í CoolCos á Grettisgötu.

11. Koparpottar frá Skjalm P: Þessar kopar blómapottar hafa lengi verið á óskalistanum. Ég er reyndar alltaf að skipta um skoðun hvort mig langi í koparlitaða eða burstaða gyllta litinn..en akkúrat núna eru kopar að hafa vinninginn! Fást HÉR.

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: