Skref-fyrir-skref: Skin Routine

Ein spurning sem kemur rosalega oft á Snapchat: hvernig nærðu að mála húðina þína svona?

Sko..í fyrsta lagi! Þá er auðvitað ótrúlega mikilvægt að hreinsa húðina vel og vandlega kvölds og morgna, til að vera viss um að hún sé alveg hrein. Það er grunnurinn af því að húðin líti vel út – að hún sé hrein.

Hinsvegar..eru líka nokkrir hlutir sem ég geri til þess að ná húðinni minni extra fallegri. Mér finnst vera góð regla að setja ekki of mikið af “lituðum” vörum á húðina, en hinsvegar viðurkenni ég að ég ofnota “ólitaðar” húðvörur. Þið fattið hvað ég meina hérna rétt á eftir. Ég tók saman skrefin sem ég fer í gegnum þegar ég ætla að ná fullkomnri húð, og tók myndir til að sýna ykkur. Ykkur finnst þetta kannski óþarflega mörg lög, en þetta er allavega það sem virkar fyrir mig! Ég er bara að sýna hvað ég geri við húðina mína hérna, en áður var ég búin að mála augun og augabrúnirnar (sem ég geri nota bene alltaf fyrst).

mynd1

Þegar ég er búin að hreinsa húðina, er fyrsta skrefið að bera á hana gott rakakrem. Ég er að nota Nutri Gold kremið frá L’oreal þessa dagana, en það er olíukrem sem mér finnst gefa einstaklega góðan raka og fallegan ljóma (fullkomið fyrir veturinn!). Því næst spreyja ég Fix+ frá Mac yfir allt andlitið. Fix + er ólíkt því sem margir halda ekki setting sprey, heldur rakasprey. Það gefur húðinni fallegan raka, og gerir hana tilbúna fyrir næstu skref. Ég leyfi spreyinu aðeins að þorna áður en ég held áfram.

mynd2

Næst nota ég primer. Sá sem er uppáhalds þessa dagana er Photo Finish primerinn frá Smashbox, hann er gelkenndur og fullkomnar yfirborð og áferð húðarinnar. Mér finnst hann gera hana alveg flawless, fullkominn grunnur! Ég set litla doppu á handarbakið mitt og nota flatan farðabursta til að bera hann yfir allt andlitið.

mynd3

Næst er það primer númer tvö: Primer Water frá Smashbox. Þetta sprey finnst mér vera ómissandi! Ég er á þriðju flöskunni núna, og ég elska áferðina sem maður fær með þessu spreyi. Ástæðan fyrir því að ég nota tvær vörur sem teljast primer, er að mér finnst fyrri primerinn gefa fallega áferð, og þessi setja hinn primerinn, og fullkomna algjörlega áferðina. Ég spreyja Primer Water yfir allt andlitið, og leyfi því svo að þorna. Það er vissulega hægt að nota ódýrari blævæng en Contour Kit-ið frá Anastasia, en ég nota bara það sem hendi er næst til að hann sé fljótari að þorna.

mynd4

Jæja..þá er komið að fyrstu lituðu vörunni! Í þessari færslu ákvað ég að nota Born This Way farðann frá Too Faced, afþví ég er búin að fá nokkrar spurningar um hvernig hann kemur út á húðinni. Mér finnst þessi farði alveg ágætur, það er frekar mikið covarage í honum og það kemur falleg áferð – en persónulega er ég aðeins meira fyrir léttari farða. Ég set doppu af honum á handarbakið mitt, dýfi blautum Beautyblender í, og dúmpa yfir allt andlitið með Beautyblendernum.

mynd5

Næsta skref er að setja hyljara. Hér er ég að nota Radiant Creamy Concealer frá NARS, sem er búinn að vera í stöðugri notkun síðan ég fékk hann – finnst hann æði! Ég ber hann í þríhyrning undir augun með burstanum sem fylgir með, og byrja svo að blanda honum út með Beautyblendernum. Ég dúmpa alltaf Beautyblendernum þegar ég blanda með honum, en dreg hann ekki eftir húðinni.

mynd6

Næst er það eitt það allra besta sem ég hef uppgötvað nýlega: BB+ frá Gerard Cosmetics. Ég gerði færslu um þennan fljótandi highlighter HÉR, en hann er klárlega orðinn uppáhalds. Ég ber hann á með höndunum á þau svæði sem ég vill lýsa upp, ofan á kinnbeinin og smá á mitt ennið og nefið. Svo nota ég Beautyblenderinn minn til að blanda honum út.

mynd7

Jæja! Þá er komið að því að skyggja og highlighta aðeins meira. Til að skyggja nota ég Hoola Bronzer frá Benefit, og Contour Brush frá Real Techniques. Ég ber sólarpúðrið létt undir kinnbeinin mín. Næst nota ég minn uppáhalds púður highlighter: Champagne Pop frá Becca. Ég nota viftubursta til að bera hann á, ofan á kinnbeinin.

mynd8

Næst set ég á mig kinnalit, en sá sem ég er að nota hér heitir Springsheen og er frá Mac. Hann er mjög fallega gylltur/ferskjutóna. Til að vita hvar ég á að setja hann brosi ég eins og kjáni, og ber hann svo á “eplin” sem myndast þegar ég brosi. Til að setja farðann minn og hyljarann og allt sem ég var að gera, þá nota ég Translucent setting púðrir frá Laura Mercier. Ég set það í stóra Duo Fiber burstann frá Real Techniques, og dusta létt yfir andlitið, helst á þau svæði sem ég vill matta.

mynd9

Seinasta skrefið er svo þriðja spreyið sem ég nota – já ég elska sprey. Það er setting spreyið frá Skindinavia, sem er það allra besta sem ég hef prófað. Með þessu spreyi þá ertu að setja farðann, svo hann endist mun lengur. Ég nota alltaf svona setting sprey og sérstaklega ef ég er að fara að eiga langann dag, því það eykur endingu farðans svo um munar! Ég spreyja því yfir allt andlitið og leyfi því að þorna í rólegheitunum.

IMG_4867IMG_4871IMG_4869

Þegar setting spreyið er þornað er allt tilbúið, og ég tilbúin að fara út í daginn!

Vörulisti:

L’oreal – Nutri Gold olíukrem (Fæst í Hagkaup/Apótekum)

Mac – Fix+ (Fæst í Mac)

Smashbox – Photo Finish Primer (Fæst í Hagkaup)

Smashbox – Primer Water (Fæst í Hagkaup)

Too Faced – Born This Way Foundation (Fæst HÉR)

NARS – Radiant Creamy Concealer (Fæst HÉR)

Gerard Cosmetics – BB+ Illuminator (Fæst HÉR)

Benefit – Hoola Bronzer (Fæst HÉR)

Becca x Jaclyn Hill – Champagne Pop (Fæst HÉR)

Mac – Kinnalitur í litnum Springsheen (Fæst í Mac)

Laura Mercier – Translucent Setting Powder (Fæst HÉR)

Skindinavia – Setting Sprey (Fæst HÉR)

Allar síður sem linkaðar eru senda til Íslands, eða eru Íslenskar.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Flestar vörur sem sýndar eru í færslunni keypti höfundur sjálfur, en einhverjar voru fegnar sem sýnishorn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: