New In: Carli Bybel Palette

Nýlega gaf beauty gúrúinn og Youtuberinn yndislegi Carli Bybel út sína eigin pallettu í samstarfi við BH Cosmetics. Þar sem ég er mikill Carli aðdáandi þá varð ég að eignast pallettuna, en ég fékk hana einmitt í vikunni!

IMG_6269IMG_6260

Pallettan kemur í ótrúlega fallegum umbúðum, og inniheldur 10 augnskugga og 4 highlightera. Ég ætla svosem ekkert að ljúga því að ég hefði örugglega keypt þessa pallettu nánast hvernig sem hún liti út, þar sem það er alltaf gaman að eiga pallettur sem einhver eins og Carli hannar, en svo er pallettan hennar líka bara alveg ótrúlega falleg! Ég dýrka mauve augnskuggalitina sem eru í efri línunni hægra megin, þeir eru akkúrat litirnir sem ég elska að nota núna.

IMG_6264IMG_6274

Allir augnskuggarnir eru mjög kremaðir, og þægilegir að vinna með, ótrúlega mjúkir. Þeir eru líka mjög fallega pigmentaðir, og liturinn heldur sér vel þegar hann er kominn á húðina. Ég eeeelska svo highlighterana..finnst líka geggjað að fá svona marga möguleika! Þarna er maður með einn ljósann highlighter sem hentar mjög ljósri húð, tvo með gylltum undirtónum, og einn sem er frekar bronzaður. Highlighterarnir koma líka virkilega vel út á húð, og eru mjög pigmentaðir og maður þarf virkilega lítið af þeim.

IMG_6265

Það er hægt að panta pallettuna hjá BH Cosmetics HÉR, og þeir senda til Íslands. Hún er ótrúlega ódýr hjá þeim og kostar rétt um 1500kr (!), en reyndar kostar hún um 5000kr hingað komin þar sem sendingin er frekar dýr. Það er samt sem áður frekar ódýrt fyrir svona pallettu, og ég get klárlega mælt með henni!

Aspire to Inspire..

xxx

Færslan er ekki kostuð, og vöruna í færslunni keypti höfundur sér sjálfur.

4 Comments on “New In: Carli Bybel Palette”

    • Já það er rétt að sendingin er $5, og svo getur maður valið Ísland, en svo í seinasta skrefinu þegar maður borgar breytist hún í $25. Það gerðist allavega bæði hjá mér og systur minni, og öðrum sem hafa pantað hana til Íslands! En ef það er ekki rétt er það bara frábært 🙂

      Like

  1. já okei 🙂 eg pantaði allavega 2 i gær og borgaði um 30 $ 🙂 eina sem breyttist i seinasta skrefinu við það að vera með tvær var 5.40 $ i sendingu en þeir voru að uppfæra siðuna bara i vikuni greinilega buið að breytast 😄

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: