Ég um mig: Og það sem ég er búin að vera að gera!

Seinustu vikur eru nú aldeilis búnar að vera á fullu hjá mér! Akkúrat núna er ég í miðjum lokaprófum í háskólanum, en ég trúi varla að ég sé í alvöru að verða hálfnuð með háskólanámið mitt! Alveg hreint ótrúlegt hvað tíminn líður hratt..Á milli þess sem ég læri fyrir próf er ég líka á fullu í Reykjavík Makeup School, þannig dagarnir einnkennast af vel skipulögðum lærdómslotum og makeup-i þar á milli.

IMG_5902

Skólinn gengur ótrúlega vel, en við erum búin að taka nokkur módel og læra fullt! Gullfallega vinkona mín hún Sigurbjörg var fyrsta módelið mitt, en það var nú ekki hægt að klúðra svona fallegu andliti.

smokey

Svo er ég loksins að læra að gera Smokey, en það er eitthvað sem ég hef aldrei kunnað. Fyrsta tilraunin mín var þessi fyrir ofan á sjálfri mér, og ég hlakka til að æfa mig meira og læra það ennþá betur. Silla og Sara eru báðar algjörir snillingar og mér finnst ég ótrúlega heppin að hafa fengið að læra af þeim!

IMG_6150

Seinstu vikur er ég svo búin að fá tvisvar sinnum tækifæri til þess að fara í félagsmiðstöðvar, og tala við stelpur um húðumhirðu og undirstöðuatriði í förðun. Mér finnst ég alveg ótrúlega heppin að hafa fengið þessi tækifæri, en eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að fá að tala um hvernig maður hreinsar húðina og snyrtivörur, og deila minni reynslu.Mér finnst líka alveg sérstaklega skemmtilegt að fá að fara í svona minni hópa, þar sem umræðan verður persónuleg og ég fæ fullt af skemmtilegum spurningum, alveg dásamlegt! Ef að fleiri hópar hafa áhuga á svona spjalli, þá má alltaf senda mér email eða hafa samband á Facebook!

En jæja, ég er þá farin að læra aftur..2, búin, 2 eftir, wish me luck!

xxx

Færslan er ekki á neinn hátt kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: