Góð ráð: Til að hugsa um hárið í vetur!

Eitt af því sem mér finnst ótrúlega oft gleymast í sambandi við “líkamsumhirðu” er hárið. Ég hef allavega sjálf gerst sek um það oftar en einu sinni. Ég er ótrúlega dugleg að hugsa um húðina mína, setja á hana allskonar krem, skrúbba, bursta hana og geri allt til þess að halda henni fallegri, bæði í andlitinu og á líkamanum. En gleymi svo alltaf hárinu! Seinustu páska var hárið mitt orðið svo slitið og ljótt að ég varð að klippa alveg heilann helling af því, og eftir það sór ég við sjálfa mig að ég skyldi hugsa betur um hárið. Ég er núna orðin miklu meðvitaðari um hárið, og að maður þarf að hugsa um það alveg eins og húðina, og hér eru tvær vörur sem geta hjálpað þér að hugsa extra vel um hárið þitt í vetur!

IMG_6173

Ef að það eru einhverjar hárvörur sem passa fullkomlega fyrir veturinn, eru það klárlega Moroccanoil hárolían og hármaskinn. Reyndar er eiginlega bara allt frá Moroccanoil fullkomið fyrir veturinn þar sem þær innihalda hina margrómuðu argan olíu sem er svo ótrúlega góð og verndandi fyrir hárið okkar. Það er eiginlega ótrúlega fyndið að áður en Moroccanoil vörurnar komu á markað vissi enginn hvað argan olía var..en núna er þetta ein umtalaðasta olían í bransanum! Mín stærsta ást við Moroccanoil merkið er samt sem áður klárlega lyktin, ég fæ aldrei nóg af henni, hún er aðeins of dásamleg! Ég læt mér ekki nægja að hafa lyktina í hárinu á mér, heldur keypti ég mér líka Moroccanoil kerti á Ebay um daginn. Já, ég veit ég er Moroccanoil lyktar óð..skal setja Ebay linkinn hérna neðst í færsluna fyrir áhugasama

IMG_6197

Moroccanoil olían er auðvitað signature varan þeirra, og hún er eitthvað sem ég mæli með að allir prófi. Ég elska að nota olíur í hárið mitt (alveg eins og húðina), og ég hef til dæmis oft gert mér hárolíu maska, og prófað hinar ýmsu hárolíur. Mér finnst Moroccanoil olían vera sú allra besta, og eins og ég segi þá finnst mér lyktin líka bara svo dásamleg að ég elska hana ennþá meira. Ég nota light olíuna, þar sem ég er með mjög fíngert hár, og ég þarf að passa mig að nota vörur sem þyngja það ekki of mikið. Ég var svoldið á báðum áttum hvort ég ætti að fá mér light þar sem ég var svo hrædd um að hún yrði ekki jafn þykk og nærandi og venjulega olían, en svo finnst mér hún algjörlega vera jafngóð og hin, bara léttari.

IMG_6177

Ég fékk svo ótrúlega góða útskýringu um daginn á því afhverju maður ætti alltaf að nota olíur eða nærandi efni í hárið. Þegar við komum úr sturtu er það fyrsta sem ég, og örugglega mjög margar, gera: að setja rakakrem á andlitið. Þegar maður er nýkominn úr sturtu er húðin öll svona stíf og stöm þegar hún er ekki komin með rakakrem, og bókstaflega kallar á krem. Ég gæti aldrei sleppt því bara að setja á hana rakakrem, allir sammála? Sérstaklega ef maður ætlaði svo að fara að setja farða á húðina, það yrði aldrei fallegt ef það væri ekkert rakakrem undir. En málið er að hárið er alveg eins! Þegar við erum nýkomin úr sturtu og hárið er blautt, þá þarf það líka sinn raka. Þegar maður setur nærandi olíur í hárið er maður að gefa því þennan raka, og skapa hinn fullkomna grunn til að setja allt annað ofan á. Þannig alltaf að byrja á olíunni!

IMG_6175

Annað gott ráð til að hugsa um hárið í vetur: nota hármaska. En og aftur: alveg eins og við gerum fyrir húðina! Núna þegar það er byrjað að kólna finn ég svo sannarlega fyrir því í húðinni, hún er aðeins að byrja að þorna útaf hitabreytingunum, og ég er byrjuð að nota meira nærandi andlitsmaska og feitari krem. Um daginn prófaði ég svo í fyrsta skipti þennan hármaska frá Moroccanoil, og ég held í alvöru að hann sé það besta sem hefur komið fyrir hárið mitt! Í fyrsta lagi, þá er extra djúp og mikil Moroccanoil lykt af honum – sem er ekkert nema dásamlegt. Í öðru lagi þá er þetta örugglega eini hármaskinn sem gerir hárið mitt alveg óendanlega mjúkt og sterkt, án þess að þyngja það um gramm! Það eru reyndar til tvær týpur af þessum maska, þessi venjulegi, og svo þessi sem ég er að nota og heitir Weightless Hydrating Mask. Hann er semsagt sérstaklega gerður fyrir fíngert hár, og hentar mér fullkomlega. Ég nota hann 1-2x í viku, og skipti honum þá út fyrir venjulegu hárnæringuna mína. Ég passa alltaf að hafa hárið eins þurrt og ég get (samt blautt, set hann í í sturtunni) og kreisti alla aukableytu úr því áður en ég ber hann í. Þegar ég er búin að bera hann í fer ég að dunda mér að skrúbba húðina, og þegar ég er búin að því er kominn tími til að taka hann úr. Hann algjörlega endurnýjar á mér hárið, og ég hlakka alltaf til að nota hann.

Þið finnið Moroccanoil vörur á hárgreiðslustofum út um allann bæ, og t.d. á Beautybar.is.

Þið getið fundið Moroccanoil kertið HÉR.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörurnar í færslunni voru fengnar sem sýnishorn, en það hefur engin áhrif á álit höfundar er koma fram í færslunni. Eins og alltaf er veitt hreinskilið og einlægt álit á gydadrofn.com.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: