Ég mæli með: Blue Lagoon Face Masks

IMG_6129

Fyrir nokkrum vikum síðan fór ég með kæró í Bláa Lónið. Það er alltaf jafn yndislegt, ég skil ekki afhverju maður fer ekki oftar! Ég mæli samt með að panta á netinu ef þið ætlið að skella ykkur..við vorum auðvitað týpískir íslendingar og mættum bara á staðinn, og þá var bara röð af fólki sem var samt búið að kaupa miða! En við komumst reyndar alveg fljótt inn svo það reddaðist. En allavega, í Bláa Lóninu var ég auðvitað dugleg að troða framan í mig hvítum kísil, finnst alltaf gaman að fá að “drullumalla” smá. Dagana eftir lónið tók ég svo eftir hvað húðin mín var í ótrúlega góðu jafnvægi – ég vissi alveg að lónið og kísillinn væri gott fyrir húðina, en ég er samt alltaf jafn hissa hvað það gerir eitthvað ótrúlega mikið fyrir mig. Þetta er nú meira náttúruundrið! Um daginn fékk ég svo að prófa andlitsmaskana frá Blue Lagoon merkinu, en ég hef aldrei átt þá áður svo ég var mjög spennt að prófa. Ég er algjörlega orðin húkt..alltíeinu er ég komin með “Bláa Lóns áhrifin” heim í stofu!

IMG_6135

Maskarnir eru tveir.

Silica Mud Mask og er hvítur á litinn og fljótandi. Þetta er hreinsimaski sem djúphreinsar húðina, auk þess að mýkja hana og róa. Þegar maður ber hann á sig er hann blautur, en eftir nokkrar mínútur þornar hann og verður örlítið harður. Mér finnst þessi hreinsimaski alveg geggjaður, sérstaklega vegna þess að mér finnst hann ekki þurrka húðina mína neitt – sem er oft vandamál með hreinsimaska. Ég er með frekar venjulega húð, og ef ég nota hreinsandi maska verður húðin oft svolítið þurr eftir á, en þessi gerir það ekki! Hann er í raun mjög líkur kísilnum sem maður ber á sig í lóninu, en hann er einmitt líka hvítur og þornar á manni. Það sem er líka sniðugt er að þennan maska má líka nota á líkamann, þannig ef maður er með óhreina húð eða vandamálasvæði annarstaðar en í andlitinu, getur maður borið hann þar á!

Algae Mask, en hann er alveg grænn og mjög þykkur og kremkenndur. Þetta er í alvöru held ég langbesti nærandi maski sem ég hef prófað! Hann er algjörlega dásamlegur og húðin verður alveg stútfull af næringu og ljómandi eftirá. Aftaná kassanum stendur að maður eigi að láta hann bíða í 5-10 mínútur á húðinni, en mér finnst best að bera þykkt lag á húðina, og bíða þar til ég sé að húðin er búin að drekka mestallan maskann í sig.

maskar

Maskarnir eru auðvitað frábærir í sitthvoru lagi – eftir því hvort maður þarf hreinsandi eða nærandi maska. En saman eru þeir ennþá meira en frábærir! Mér finnst alveg geggjað að byrja á að setja leirmaskann á mig, sem hreinsar húðina ótrúlega vel og róar hana, og svo þegar ég er búin að þrífa hann af, set ég nærandi maskann. Þannig er ég að fá “the best of both worlds”, húðin mín verður bæði alveg ótrúlega hrein, og stútfull af næringu. Eins og þið sjáið er ómögulegt að brosa með hvíta maskann, þar sem hann er orðinn harður á mér á myndinni (ég reyndi samt – ég var á svipinn eins og það væri verið að pynta mig). Þegar þið takið hann af finnst mér langbest að vera með þvottapoka með miklu vatni í, því að maður verður að bleyta í honum til að ná honum af. Þegar hann er alveg farin af skelli ég hinum á mig, og nokkrum mínútum síðar er húðin mín fullkomlega hrein og nærð!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörurnar í færslunni fékk höfundur sem sýnishorn, en það hefur engin áhrif á það álit sem sett er fram.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: