Ég elska: BB+ frá Gerard Cosmetics

Það er ein vara sem er frekar nýleg í snyrtivörusafninu mínu, en er búin að vera í daglegri notkun frá fyrsta degi!

IMG_4934

Varan er frá merkinu Gerard Cosmetics, og fæst á Fotia.is. Þó að þetta heiti BB eins og önnur venjuleg BB krem, þá er þetta í rauninni miklu meira fljótandi highlighter. Þetta er semsagt létt krem, með mjög miklum ljóma eða highlight. Það er hægt að nota það á marga vegu, eins og venjulegt BB krem yfir allt andlitið, á ákveðna staði þar sem maður vill fá mikið highlight, eða þá að blanda því út í farðann sinn til að fá meiri ljóma í hann. Sjálf er ég langhrifnust af því að nota það bara á nokkra staði þar sem ég vill fá highlightið, því það er það mikið highlight að það verður of mikið að setja yfir allt andlitið.

Untitled-2

Hérna sjáið þið hvernig kremið lítur út á húðinni. Áður en því er dreift er það eins og á fyrri myndinni, en á seinni myndinni er ég búin að dreifa vel úr því og leyfa því að þorna. Eins og þið sjáið er highlighið frekar gyllt, en ég elska svona fallega hlýja highlight tóna. Stundum ef highlighterinn er of silfraður finnst mér ég verða of grá.

IMG_4724

Ég set kremið með á með léttum strokum, annaðhvort nota ég fingurna, eða þá létta bursta eins og þennan hvíta Duo Fiber Contour Brush frá Real Techniques. Þið sjáið að ég er búin að setja nokkrar doppur ofan á kinnbeinin, og ég set alls ekki mikið. Kremið er það pigmentað að maður þarf bara örlítið í einu.

IMG_4726

Ég byrja svo að blanda kreminu upp á við með sama bursta, og leyfi því að fara í nokkurskonar C utan um ytri endann á augabrúninni minni. Ég dreifi vel úr því, og set svo aðeins af því sem er eftir í burstanum til dæmis á mitt ennið og fyrir ofan efri vörina.

IMG_4741

IMG_4743

Kremið gefur svo biiilaðslega fallegan ljóma, sem virðist einhvernveginn koma innan frá. Mér finnst ótrúlega mikill kostur stundum að nota fljótandi highlighter, því stundum vill maður ekki nota þurrt púður, til dæmis ef maður vill halda áferðinni á húðinni frekar léttri og “dewy”. Svo getur maður líkað notað bæði fljótandi og þurran highlighter ofan á til að fá extra mikið highlight..viðurkenni fúslega að ég geri það mjög oft (eða bara alltaf). Ég veit bara ekkert fallegra en fallega ljómandi húð sem er fallega highlight-uð á réttum stöðum!

IMG_4750

Þið getið keypt BB+ HÉR.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vöruna fékk höfundur sem sýnishorn, en það hefur þó engin áhrif á álit er sett er fram í færslunni.

1 Comments on “Ég elska: BB+ frá Gerard Cosmetics”

  1. Pingback: Skref-fyrir-skref: Skin Routine | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: