Ég elska: L’oreal Féline

Nýlega prófaði ég nýjann maskara, og ég verð nú eiginlega að segja ykkur frá honum!

IMG_5942

Okei byrjum fyrst á byrjuninni. Fyrir um einu og hálfu ári síðan byrjaði ég með bloggið mitt. Fyrsta færslan sem ég skrifaði var um maskara. Maskara sem þið sjáið á þessari mynd, þennan fljólubláa. Það sem er ótrúlega fyndið er að síðan ég skrifaði þessa fyrstu færslu mína er þessi fjólublái búinn að vera uppáhalds maskarinn minn! Þó að ég sé alltaf að skipta út möskurum og prófa nýja, þá er þessi fjólublái þessi sem ég verð altlaf að eiga, svona eiginlega back-up, ef ég skyldi klúðra einhverju eða vera með maskara sem ég fílaði ekki – þá reddar hann mér alltaf. Ég veit að það eru margir sammála mér með hann, því að flestar vinkonur mínar eru komnar í hann líka og elska hann jafn mikið og ég. Mér finnst alveg ótrúlega fyndið að lesa þessa fyrstu færslu mína núna einu og hálfu ári síðar. Ég fæ alveg nettan kjánahroll og finnst hún svona pínu vandræðaleg. Þarna var ég að stíga mín fyrstu skref í að blogga, og finnst ég vera komin svo óralangt frá þeim stað núna! Það er samt alltaf gaman að skoða þetta gamla og sjá hvert maður hefur komist. Ef þið viljið lesa færsluna þá er hún HÉR, og svo sýndi ég líka hvernig ég nota fjólubláa maskarann HÉR.

IMG_5944

EN..að máli málanna! Nýlega kom semsagt á markað nýr maskari í sömu línu og þessi fjólublái er frá L’oreal. Línan er orðin nokkuð stór og heitir Volume Millionn Lashes. Ég var auðvitað virkilega spennt að prófa þennan nýja, þar sem ég elska alla hina í fjölskyldunni (og þá auðvitað þennan fjólubláa sérstaklega). Ég er búin að vera að prófa hann núna, og ég get með sanni sagt að hann gefur hinum ekkert eftir! Ég er alveg ótrúlega ánægð með hann! Mér finnst burstinn alls ekkert vera svo ósvipaður þessum fjólubláa, fyrir utan sveigjuna auðvitað. Báðir burstarnir eru litlir og nettir, með stuttum, mjúkum gúmmíhárum sem gera þær einstaklega auðveldar í notkun. Þessi er svo eins og ég sagði áður með sveigju, sem ég er alltaf svolítill sökker fyrir. Ég er búin að vera að nota Lash Sensational frá Maybelline frekar mikið núna, og hann er einmitt líka með sveigju, svo ég er búin að venjast því mjög vel, og elska hvað það sveigjir augnhárin mín extra mikið. Ég veit ekki hvort ég þori að segja að mér finnist hann jafngóður (eða betri..) og þessi fjólublái, ég þarf eiginlega að fá aðeins meiri tíma með honum áður en ég kem með svo stórtækar yfirlýsingar. En mér finnst hann allavega alveg virkilega góður og mér finnst hann alveg klárlega þess virði að prófa. Ég elska hann og er alveg viss um að ég eigi eftir að eiga mjög gott framtíðarsamband með honum!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Varan í færslunni var fengin sem sýnishorn, en það hefur engin áhrif á álit höfundar. Eins og áður er alltaf gefið hreinskilið og einlægt álit á gydadrofn.com.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: