GJAFALEIKUR: ELEVEN

Jæja elsku lesendur! Var ekki alveg kominn tími á nýjan gjafaleik? Mér finnst það allavega!

Í þetta skiptið ætla ég í samstarfi við Eleven á Íslandi að gefa heppnum lesenda sjampó og næringu að eigin vali, ásamt uppáhalds hárefninu mínu, Miracle Hair Treatment frá Eleven! Það eru til þrjár mismunandi gerðir af sjampóum og næringum frá Eleven, til að henta mismunandi hárgerðum, og ég ætla segja ykkur aðeins betur frá hverri tegund.

IMG_4835

I Want Body línan er fyrir fíngert hár sem vantar lyftingu og fyllingu. Það þyngir ekki hárið og gefur því algjörlega þetta auka boozt sem því vantar. Þetta var fyrsta línan sem ég prófaði, þar sem ég er sjálf með mjög fíngert hár og vill alltaf reyna að auka umfang þess. Mér finnst þessi lína alls ekki þyngja hárið mitt eins og sum sjampó og næringar gera, og það gefur því líka aukið umfang. Mæli með þessu fyrir fíngert hár!

IMG_4836

Smooth Me Now er fyrir þá sem eru með þykkt og óstýrlátt hár, og vilja hafa stjórn á því og gera það mýkra og meðfærilegra. Ég vildi eiginlega óska þess að ég væri með óstýrlátt hár vegna þess að það er langbestat lyktin af þessu sjampói og næringu! Það er nefnilega nákvæmlega sama lykt og af Miracle Hair Treatment og hún er eitt það besta sem ég veit, dásamleg kókoslykt. Ég gerði tilraun til að nota næringuna, en hún þyngir mitt fíngerða hár of mikið, svo hún væri fullkomin fyrir þá sem þurfa að ná stjórn á hárinu. Mæli með þessu fyrir þykkt og óstýrlátt hár!

IMG_4842

Hydrate My Hair er sérstaklega nærginarrík lína, sem gerir hárið ótrúlega mjúkt og glansandi. Eins mikið og ég var viss um að ég myndi alltaf vera í Volume línunni, þá er ég búin að vera nota þessa alltaf meira og meira. Hárið verður bara svo dásamlega mjúkt! Næstum of mjúkt..ef þið hafið verið í kringum mig vitið þið að ég er með kæk að fikta í hárinu mínu. Þegar ég er búin að nota þetta sjampó og næringu fikta ég ennþá meira í því vegna þess að það er einfaldlega bara það mjúkt að ég á erfitt með að gera það ekki! Mæli með þessu fyrir þurrt hár, eða venjulegt hár sem vill aukna mýkt og glans!

IMG_4846

Í samstarfi við Eleven á Íslandi ætla ég að gefa sjampó og næringu að eigin vali, auk Miracle Hair Treatment. Þið getið lesið færsluna mína um Miracle Hair HÉR, en þetta er algjört dásemdarefni með 11 góðum eiginleikum fyrir hárið. Athugið að það er alveg í góðu lagi að blanda sjampói og hárnæringu innan línanna líka, það má til dæmis alveg fá sér Volume sjampó og Smooth næringu, bara alveg eins og þið viljið!

Til að vera með þarftu:

1. Skilja eftir komment hér fyrir neðan færsluna (í leave a reply boxið) og segja mér hvaða línu þig myndi mest langa að eignast. Mundu að skilja eftir fullt nafn!

2. Deila færslunni á Facebook (það er hnappur hér neðst í færslunni)

Og þú ert komin/n í pottinn!

xxx

Færslan er ekki kostuð, en Eleven á Íslandi kostar vinninga fyrir lesendur.

124 Comments on “GJAFALEIKUR: ELEVEN”

 1. Vá já takk prófaði þetta hjá vinkonu minn og þetta er bara snilld 🙂 myndi gjarnan vilja Hydrate My Hair 🙂

  Like

 2. Algjörir töfrar fyrir hárið 🙂 I want body volume væri algjört undur fyrir hárið mitt sem er mjúkt og lekur niður og vantar fyllingu ❤ 🙂

  Like

 3. Ég var að lesa aðra grein um þetta og langar þvílíkt að prófa þetta, er búin að vera að reyna allskonar við þurrum hársverði og þurru hári.
  Mig langar að prófa Hydrate My Hair 😉

  Like

 4. Ég er með hnausþykkt fíngert hár. Sem sagt mikið en fínt og það flækist mikið. Væri bara til í að fá eitthvað sem þið mælið með. Er með sítt hár. Stundum vantar mig búst og stundum þessa silkimjúku áferð. Legg þetta í ykkar hendur ef ég verð svo heppin ❤

  Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: