Ég um mig: og mína uppáhalds þætti!

Það er nokkurnveginn hægt að skipta fólki í tvo flokka..hvort það horfir á þætti, eða hvort það horfir á bíómyndir. Ég er algjörlega þáttatýpan, og horfi alveg sárasjaldan á bíómyndir (nema ég fari í bíó). Mér finnst einhvernveginn skemmtilegra að fá að kynnast persónunum betur eins og maður fær að gera þegar maður horfir á þætti, og svo er atburðarásin ekki alveg jafn hröð og í bíómyndum. Ég pæli oft mikið í persónunum og á alltaf mína uppáhalds í hverri seríu. Mig langaði að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds seríum, en þær eru bæði nýjar og gamlar, en eiga það flestar sameiginlegt að ég sé búin að horfa á þær oftar en einu sinni!

þættir copy

1. Friends: Ég færi náttúrulega aldrei að gera svona lista án þess að nefna Friends..Það fyndna er samt að það er ótrúlega stutt síðan ég uppgötvaði Friends! Ég hafði aldrei pælt eitthvað mikið í þessum þáttum, og bara séð einn og einn í sjónvarpinu. Ég skildi aldrei hvað málið var með alla þessa gallhörðu Friends aðdáendur sem elskuðu þættina útaf lífinu, en viðurkenni að núna er ég algjörlega einn af þeim! Fyrir svona tveim árum nefnilega fékk ég allar 10 seríurnar og ákvað að prófa að horfa á þá..nú er ég algjörlega húkt. Ég held ég sé búin að sjá hvern einasta þátt svona fimm sinnum, og ef ég veit ekkert hvað ég á að horfa á: þá er það alltaf Friends. Líka þegar mig langar bara að kúra mig og horfa á eitthvað þægilegt, þá verður Friends alltaf fyrir valinu. Ef þú ert eins og ég og varst með fordóma fyrir Friends æðinu þá skora ég á þig að prófa að horfa á þá!

2. Gossip Girl: Ég er algjör sökker fyrir svona þáttum! Þáttur um ríkar fjölskyldur þar sem einhver er sekur um að skrifa slúðurfréttir um þau öll inn á Gossip Girl síðuna, en enginn veit hver. Tískan í þáttunum er líka ótrúlega flott og ég fylgdist með þessum frá byrjun. Mér finnst alltaf skemmtilegt að horfa á þá aftur, sérstaklega þegar maður veit hver Gossip Girl er,

3. Nip/Tuck: Þessa þætti elska ég! Þeir eru um tvo lýtalækna sem framkvæma aðgerðir á allskonar sjúklingum, og flækjast inn í allskonar vafasöm málefni í leiðinni. Hver þáttur byrjar á nýjum sjúkling, og maður fær að fylgjast með ferlinu hjá þeim sjúkling. Þessir þættir eru frekar gamlir, og það komu bara út 6 seríur minnir mig, en ef þú ert ekki búin að sjá þá mæli ég með að kíkja á þá!

4. Desperate Housewives: Þessir eru klárlega einir af mínum uppáhalds og þú hefur örugglega heyrt um þá. Ég elska umhverfið í þáttunum, og þeir eru eitthvað svo fallegir að horfa á. Ekta amerískir um húsmæður með ýmis vandamál og allskonar flækjur. Þegar þessir voru í sjónvarpinu var það fastur liður á fimmtudagskvöldum að öll fjölskyldan fylgdist með. Ég mæli með að taka þá alla frá byrjun aftur ef þú ert búin að sjá þá, ég gerði það fyrir stuttu og það var ennþá skemmtilegra að sjá þá í annað skiptið.

5. Biggest Loser: Örugglega uppáhalds raunveruleikaþátturinn minn. Ég er nefnilega alveg sökker fyrir raunveruleikaþáttum líka, þó það megi deila um hversu mikið af raunveruleika sumir þeirra sýna. Þetta er án efa einn af amerískustu raunveruleikaþáttum sem þú finnur, en ég held að þú finnir ekki Biggest Loser þátt þar sem enginn fer að grenja. Þeir eru samt eitthvað svo frábær skemmtum, og svo meirasegja peppa þeir mig í ræktina líka! Ég er búin með allar seríurnar og bíð alltaf spennt eftir nýrri.

6. Pretty Little Liars: Þessir þættir eru svo ótrúlega góðir, og svo ótrúlega spennandi, en samt líka svo ótrúlega pirrandi. Ég fylgdist með þeim þegar þeir voru í gangi á sínum tíma, en kláraði þá aldrei. Fyrir stuttu ákvað ég svo að byrja á þeim aftur frá byrjun, og er núna að vinna í því að klára næstseinustu seríuna. Ég er því ekki ennþá búin að komast að því hver A er svo vinsamlega ekki segja mér það (eða jú annars..). Ég segi að þeir séu pirrandi því að hversu oft er maður búinn að vera viss um að einhver sé A, en svo er það alls ekki hann og maður þarf að reyna að finna það út alveg upp á nýtt. Þetta eru svona þættir sem þú þarft að klára ef þú byrjar, og ég er allavega alveg búin að skemmta mér við að horfa á þá frá byrjun upp á síðkastið. Ef þú veist ekkert hvað ég er að tala um þegar ég er að tala um “A” þá endilega horfðu á þættina!

7. Breaking Bad: Ég var líka frekar sein að uppgötva þessa þætti..allavega löngu eftir að allir voru að tala um þá. Ég hélt einhvernveginn að þeir væru klárlega ekki fyrir mig, þar sem ég er svolítið svona “stelpuþátta-megin” í lífinu. En þessir eru bara svo fáránlega góðir að ég elskaði þá! Þeir eru um framhaldskólakennara sem fær krabbamein, og þarf að eignast peninga til að fjármagna lyfjagjöfina. Hann gerir það með ólöglegum og ólíklegum hætti, og þættirnir eru um hann og hans líf. Geggjaðir!

8. Keeping Up With The Kardashians: Já..ég er algjörlega shameless Kardashian aðdáandi. Ég fæ ekki nóg af því að fylgjast með þeim og þeirra lífi, og ég held ég sé búin að sjá flestar seríurnar. Það er líka ótrúlega fyndið að horfa á elstu þættina núna, þar sem það er ýmislegt búið að breytast síðan þá! Kylie er allavega ekki 10 ára lengur..

9. Jersey Shore: Þetta er kannski stærsta raunveruleikaþátta játningin mín..ég verð nefnilega að viðurkenna að hafa fylgst mjög spennt með Jersey Shore á sínum tíma, og svo horfði ég á það tvisvar í viðbót líka! Þessir þættir eru auðvitað algert bull, en það er samt eitthvað svo gaman að fylgjast með þeim.

10. MasterChef: Seinasti þátturinn er líka raunveruleikaþáttur, en ég elska matreiðsluþættina MasterChef. Ég hef mikinn áhuga á mat og dýrka að detta inn í þessa þætti. Það eru líka alltaf nokkrir skrautlegir persónuleikar í keppninni sem gera þetta svo skemmtilegt. Þátturinn er algjörlega amerískur í gegn þó að hinn breski Gordon Ramsey stjórni honum, en það er akkúrat minn tebolli eins og þið hafið kannski nú þegar komist að!

Þættir sem komust næstum á listann: Scandal, Dragons Den, The Following, Lost, Project Runway

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: