Must have fyrir veturinn: Fallegir treflar!

Eitt af því sem kuldaskræfunni mér finnst vera algjört must have fyrir veturinn sem er óðum að skella á, eru nóg af góðum treflum! Ég fer varla út úr húsi á veturna án þess að vera með trefil um hálsinn, og stundum er það meirasegja til vandræða ef að trefill er ekki í takt við outfittið sem ég ætla í! Það er bara svo ótrúlega kósý að hafa stórann og góðann trefil um hálsinn, og ef manni skyldi verða kalt á nebbanum getur maður stungið honum ofaní. Ég vil hafa treflana mína stóra og síða svo þeir séu extra kósý. Ég er alveg að verða tilbúin fyrir veturinn, þar sem ég er búin að næla mér í nokkra dásamlega trefla, sem ég ætla að sýna ykkur og segja ykkur frá!

IMG_5833

Six – Síður loðkragi – 6.795kr

Eitt af því sem ég hef alltaf verið svo ótrúlega hrifin af, eru loðtreflar. Þeir eru svooo hlýir og extra kósý! Ég er búin að vera að sjá svo ótrúlega mikið af svona extra síðum loðtreflum upp á síðkastið, og nældi mér í þennan úr Six. Hann er bæði mjög síður og þykkur, og er til dæmis ótrúlega flottur við fallega kápu. Ég hef líka séð svona síða loðtrefla í Zara, og á fleiri stöðum!

IMG_5831

Vero Moda – Camel trefill – 2.990kr

Þessi er algjörlega einn af mínum uppáhalds. Hann er alveg ótrúlega mjúkur og þægilegur að hafa um hálsinn, og svo finnst mér liturinn æði! Ég er eitthvað svo hrifin af öllu camel lituðu þessa dagana svo þessi smellpassaði í fataskápinn minn.

IMG_5836

Vero Moda – Grár/svartur trefill – 3.490

Mér finnst algjört must að eiga einn svona “venjulegann” trefil sem passar við allt. Þessi er í dökkum litum og með smá munstri, svo hann gengur alveg nokkurnveginn við allt.

IMG_5829

I Am – Ljós köflóttur trefill – 3.995kr

Ég var ekki lengi að falla fyrir þessum fallega ljósa trefli úr I Am í Kringlunni, enda er ég líka búin að fá ótrúlega margar spurningar um hvar ég hafi fengið hann. Hann er alveg ótrúlega fallega ljós á litinn og með nokkrum ljósbleikum röndum sem gera alveg ótrúlega mikið. Hann er líka mjög mjúkur og alveg einstaklega fallegur.

IMG_5608 (1)_Fotor_Collage

Ég mæli með að kíkja á fallega trefla ef þið eruð ekki búin að næla ykkur í fyrir veturinn!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörur sýndar í færslunni hafa bæði verið keyptar af greinarhöfundi sjálfum, og fengnar sem sýnishorn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: