Essie Must Haves

Okei ég verð eiginlega bara að viðurkenna eitt. Síðan Essie naglalökkin komu til landsins hef ég eiginlega notað fátt annað. Ég er bara svo ótrúlega skotin í formúlunni þeirra, og finnst þeir vera með svo ótrúlega fallegt úrval af litum. Ég veit að það eru margir sammála mér, enda eru þetta vinsælustu naglalökk í heiminum! En Essie er nefnilega ekki bara með fallega liti, heldur er merkið líka með allskonar tegundir af styrkingum, naglanæringum og undir- og yfirlökkum. Ég er búin að prófa örugglega nánast allar týpurnar, en það eru fjórar vörur sem ég nota alltaf og finnst klárlega vera must fyrir mig, og langar að deila þeim með ykkur.

IMG_5096

Help Me Grow: Þetta er Essie varan sem ég er langoftast spurð út í á Snapchat, enda hef ég talað nokkrum sinnum um hana þar. Mér finnst þetta vera langbesta naglastyrking sem ég hef prófað!! Ég er reyndar mjög heppin með neglur, og næ yfirleitt að láta þær vaxa frekar langar, en þær eiga það samt alltaf til að brotna þegar þær eru komnar í ákveðna lengd. Þegar ég nota Help Me Grow eru þær miklu harðari og brotna mun síður og ég næ þeim alltaf svo ótrúlega löngum. Það er bæði hægt að nota Help Me Grow sem undirlakk undir lit (þá undirlakk með styrkingu), eða taka svona “kúr” með því. Þá er það borið á 5 daga í röð, og aldrei tekið af á milli, heldur byggt upp svo í lokin ertu komin með 5 umferðir sem þú tekur allar af seinasta daginn. Það er mælt með að nota þessa styrkingu ekki alltaf, heldur frekar taka svona kúr og svo hvíla á milli, því annars geta virku innihaldsefnin hætt að virka eða jafnvel haft öfug áhrif. Ég tek yfirleitt svona 5 daga kúr, nota það svo kannski einu sinni sem undirlakk undir lit, og hvíli það svo þangað til mér neglurnar mínar þurfa að vaxa aftur.

Super Duper: Þetta er algjörlega mitt uppáhalds yfirlakk. Það er svo bilaðslega sterkt og neglurnar verða svo harðar eitthvað að mér líður eins og ekkert gæti brotið þær. Það eykur líka endingu litarins helling, og ég er farin að nota þetta alltaf í hvert skipti sem ég naglalakka mig. Það sem mér finnst mesti kosturinn við það, er að það er frekar þunnt og auðvelt að dreifa því. Ég hef nefnilega stundum lent í því með yfirlökk, að ef þau eru einhvernveginn of þykk, þá dreg ég til litinn minn (örugglega afþví ég er of óþolinmóð til að leyfa litnum að þorna 100%). Mér finnst því mikill kostur að geta skellt þessu yfir þegar liturinn er rétt að þorna, og það dreifist fullkomlega yfir.

IMG_5098

Quick-e: Ég skil varla hvernig ég fór að því að naglalakka mig almennilega áður en ég byrjaði að nota Quick-e dropana! Ég hef áður talað um þá hérna á blogginu, en þetta eru dropar sem þú sleppir úr dropateljara yfir blautt naglalakk, og þá þornar það alveg á 60sek. Ég veit fátt leiðinlegra en að bíða eftir að naglalakk þorni, þar sem ég er einstaklega óþolinmóð, og þarf yfirleitt líka akkúrat að gera eitthvað rosalega mikilvægt þegar ég er með blautt naglalakk. Áður var ég alltaf að klessa naglalakkið..ég meina sko alveg í hvert skipti. Þessir dropar eru búnir að vera algjör lifesaver fyrir mig og ég naglalakka mig aldrei án þess að nota þá í lokin!

Apricot Cuticle Oil: Ef að þið eruð með þurrar neglur eða naglabönd er apríkósuolían algjört must. Þurrar neglur brotna miklu oftar svo það borgar sig að halda þeim vel nærðum. Þessi naglaolía er alls ekki naglalakk þó hún sé í þannig umbúðum, og ég nota hana ekki beint þegar ég er að naglalakka mig, nema þá kannski bara á naglaböndin. En ég tek reglulega daga þar sem ég er ekki með neitt naglalakk á nöglunum, og er dugleg að bera þessa olíu á og nudda henni vel, og finnst neglurnar alltaf verða extra vel nærðar.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörur í færslunni hafa bæði verið fengnar sem sýnishorn, og keyptar af höfundi sjálfum.

1 Comments on “Essie Must Haves”

  1. Pingback: 2015: Best of haircare&nailcare | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: