BLACK&GOLD

Þessi titill minnir mig alltaf svo á lagið með Sam Sparro..sem ég fæ reyndar aldrei nóg af! Hugsanlega vegna þess að það er um eina fallegustu og klassískustu litasamsetningu sem ég veit um. Svart og gyllt er eitthvað svo ótrúlega fallegt saman, og svarti liturinn gefur þeim gyllta einhvernveginn ennþá meira edge. Um helgina kíkti ég í I Am í Kringlunni, og fattaði ekki fyrr en ég leit ofan í körfuna mína að eiginlga allir hlutirnir sem ég var búin að velja voru svartir og gylltir! Ég greinilega dregst bara að þeim, enda gullfalleg litasamsetning.

IMG_5063

Ég fann mér nokkra gullfallega hluti sem ég ákvað að setja saman á myndum og sýna ykkur. Ég fékk mér fjóra hringi, og tók tvo í stærð M (sem passar á baugfingurinn minn), og tvo í stærð XL (til að passa á vísifingur). Mér finnst svo þægilegt að geta valið svona stærðina á hringum eins og er alltaf í I Am, því þá getur maður ráðið á hvaða fingri maður vill hafa þá, og keypt þá í mismunandi stærðum til að nota á mismunandi fingur!

IMG_5071

Ohh keðjur..ekki láta mig byrja að tala um keðjur. Ég elska þær! Ég á í alvöru örugglega fleiri en tíu keðjuhálsmen, öll með mismunandi stórum keðjum og í mismunandi litum. Ég hélt ég myndi deyja þegar ég sá þessa keðju! Svört og mött og fullkomin millistærð!

IMG_5077

IMG_5080

IMG_5087

Allir hlutirnir á myndunum eru úr I Am. Ég elska að kíkja í búðina í Kringlunni því hún er svo björt og flott og maður finnur sér alltaf eitthvað. Ég gæti dundað mér heillengi þar inni að velja fallega fylgihluti, og svo getur maður líka alveg fengið sér nokkra hluti þar sem flest er á mjög góðu verði!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörurnar í færslunni voru fengnar sem sýnishorn, en valdar af höfundi og endurspegla hans persónulega stíl.

2 Comments on “BLACK&GOLD”

  1. Virkilega fallegt skart – komdu svo endilega með update hvernig þetta endist, detta steinarnir af eftir 2 mánuði? Rispast mattleikinn á keðjunni af? – Tala nú ekki um þegar ykkur bloggurum eru gefin sýnshorn, við viljum gagnrýnina og update 😉

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: