Review: Contour Effects frá City Color

Ég er mjög oft spurð um góðar contour/highlight pallettur, enda mörgum sem langar að prófa sig áfram með svoleiðis förðun. Úrvalið af sniðugum andlitskyggingarpallettum er alltaf að aukast, og nýlega prófaði ég eina frábæra frá merki sem heitir City Color!

IMG_4814

Merkið er tiltölulega nýlega komið á markað, og er selt inná Shine.is. Hingað til er Contour Effects eina varan frá merkinu sem ég er búin að prófa, en mig langar klárlega að prófa fleiri vörur eftir þetta! Contour pallettan er til í tveim litum, Contour Effects 1 sem er þessi sem ég er með, og Contour Effects 2. Palletta númer 1 er með aðeins dekkri og ýktari litum, en númer 2 er örlítið mildari og er frábær fyrir þær sem eru aðeins ljósari eða byrjendur.

IMG_4819

Pallettan er með þrem litum, einum dökkum skyggingarlit, miðju bronze lit sem gefur fallega hlýju í andlitið, og highlighter lit til að lýsa upp ákveðin svæði. Pallettan kemur með mjög góðum og þægilegum leiðbeiningum, sem er fullkomið fyrir byrjendur til að byrja að prófa sig áfram! Það sem mér finnst líka það besta við pallettuna er að litirnir í henni eru ekki alltof þykkir og pigmentaðir. Stundum þegar svona contour litir eru með sterku, dökku pigmenti, getur það verið erfiðara að dreifa úr litunum sem er ekki gott ef maður gerir mistök. Litirnir í þessari pallettu koma rosalega vel út á andliti, og það er einstaklega auðvelt að dreifa úr þeim, svo ef maður skyldi óvart setja of mikinn dökkann lit ertu ekki fastur með dökka bletti á andlitinu. Þar sem þeir blandast ofsalega vel er líka auðvelt að byggja þá upp, svo þú getur náð upp eins dökkri skyggingu og þú vilt.

IMG_4988

Ég mæli algjörlega með að kíkja á þessa flottu pallettu frá City Color! Hún er orðin ein af mínum uppáhalds og ég er búin að nota hana nánast daglega síðan ég fékk hana. Hún er bara svo einstaklega auðveld í notkun, og kemur svo fallega út. Hún er líka fullkomin fyrir þá sem eru kannski að byrja að prófa sig áfram með svona pallettur, og er á mjög góðu verði.

Fæst HÉR.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vöruna sem höfundur skrifar um í þessari færslu fékk hann sem sýnishorn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: