Confessions of a Shopaholic vol.6 – part 2

Jæja þá er komið að seinni hluta kaupjátninganna frá Bandaríkjunum. Ég skrifaði færslu í seinustu viku þar sem ég sagði ykkur frá fyrri hlutanum en núna ætla ég að klára upptalninguna og syndajátningarnar!

IMG_4624

Anastasia Beverly Hills – Contour Kit: Seinasta vetur pantaði ég mér Contour kittið frá Anastasiu, en keypti mér óvart litinn medium-tan sem var alltof dökkur fyrir mig. Ég er búin að ætla að kaupa mér ljósari pallettuna alveg síðan, en aldrei látið verða af því fyrr en ég loksins rakst á hana í Ulta. Fyrir mér er þetta hin fullkomna contour palletta og ég algjörlega dýrka hana!

Anastasia Beverly Hills – Brow Wiz: Þar sem ég elska Dip Brow augabrúnagelið frá Anastasia langaði mig að prófa fleiri augabrúnavörur frá merkinu, og mér finnst einhvernveginn alltaf allir vera að tala um Brow Wiz. Ég ákvað að prófa og mér finnst hann mjög flottur, þegar mig langar að vera með aðeins náttúrulegri augabrúnir, þar sem hann fyllir ekki alveg jafn mikið upp í og Dip Brow. Ég tók litinn Chocolate sem er sami litur og ég nota í Dip Brow.

Too Faced – Born This Way: Þessi farði frá Too Faced er tiltölulega nýkominn út, og var þessvegna nánast uppseldur allstaðar þar sem ég fór. Ég endaði á að panta mér hann upp á hótel (þið vitið nú hvernig það fór, hann var semagt í pakkanum með Champagne Pop), svo ég fékk hann nokkrum dögum eftir að ég kom heim. Hann er olíulaus og mér finnst þekjan vera meðal/mikil. Mjög fallegur farði og sérstaklega fyrir húð í feitari kantinum!

IMG_4627

Too Faced – Stardust Pallette: Akkúrat þegar ég var búin að ákveða að: “nú ætlaði ég sko ekki að kaupa mér neitt meira!”, rakst ég á þessa nýju pallettu sem förðunar-grammarinn Vegas Nay hannaði. Eftir miklar sannfæringar frá kæró (hann er versti kaupfélaginn þegar maður ætlar að spara), komst ég að þeirri niðurstöðu að ég yrði að brjóta kaupbannið og eignast hana. Þetta var líka alveg ótrúlega góður díll! Maður fékk nefnilega líka Shadow Insurance augnskuggaprimerinn, Better Than Sex maskarann og eyedust með í kassanum..þannig þið hljótið að skilja þó að þetta hafi aðeins sett mig út af kaupbanns-sporinu! Þvert á móti því sem ég hélt þá elska ég maskarann. Ég var nefnilega oft búin að sjá hann og spá í að kaupa hann en hugsaði alltaf að ég myndi ekki fíla burstann, en svo finnst mér hann bara frábær! Augnskuggaprimerinn er líka mjög góður og hann er alveg að veita mínum uppáhalds frá Urban Decay góða samkeppni.

IMG_4615

Pallettan er auðvitað bara dásamleg. Hún er eitthvað svo fullkomin! Ég nefnilega elska fjólubláa, gyllta og brúna tóna í augnförðun svo þessi bara kallaði á mig. Hún er líka svo ótrúlega fjölhæf og það er hægt að gera allskonar lúkk með henni. Mér fannst einmitt ótrúlega sniðugt að með í kassanum fylgdu 6 spjöld með mismunandi augnförðun, og leiðbeiningum aftaná hvernig ætti að gera þá förðun! Ótrúlega sniðugt og sérstaklega fyrir þær sem vita kannski ekkert hvernig þær eiga að nota alla þessa liti.

IMG_4630

Origins  – Drink Up Hydrating Mask: Eftir fyrsta sólardaginn vantaði okkur nauðsynlega góðann rakamaska. Þessi tíu mínútna maski frá Origins varð fyrir valinu og var alveg akkúrat það sem við þurftum. Lyktin af honum er ótrúlega fersk og góð og hann er algjör rakabomba, mæli með honum fyrir húð í þurrari kantinum.

Origins – GinZing Energy Boosting moisturizer og augnkrem: Eitt af því sem ég var búin að ákveða að kaupa áður en ég fór út var GinZing kremið frá Origins. Ég var nefnilega búin að prófa skrúbbinn, sem mér finnst æði, en lyktin af þessari línu er bara svo yndisleg. Hún er með svona appelsínu sítrus ferskri lykt og bæði augnkremið og kremið er ótrúlega frískandi. Kremið er olíulaust gel-krem, sem myndi henta fullkomlega fyrir húð í feitari kantinum.

IMG_4640

Urban Decay – All Nighter: Þetta make up setting spree er alveg ótrúlega vinsælt hjá förðunarbloggurum og youtube-erum sem ég fylgist með, og ég ákvað að prófa það. Þetta er semsagt sprey til að spreyja yfir make up-ið svo það haldist á lengur, og mér finnst það algjörlega gera akkúrat það.

L’oreal – Infallible Makeup Extender: Eftir að ég var búin að kaupa hitt spreyið rakst ég á þetta hérna sprey í Target. Það er töluvert ódýrara en innihaldsefnin í því eru nánast þau sömu og í spreyinu frá Urban Decay. Merkið Urban Decay er auðvitað í eigu L’oreal, svo mér finnst ekki ólíklegt að þetta sé nánast sama spreyið. Ég finn að minnsta kosti ekki mikinn mun, þau eru bæði frábær!

Benefit – Porefessional primer: Mikið sé ég nú eftir að hafa ekki keypt mér stóra útgáfu af þessum..o jæja, það verður bara gert í næstu ferð. Mér finnst þessi primer æði, maður þarf mjög lítið af honum, og það sem mér finnst helsti kosturinn við hann er hvað maður nær honum þunnum. Þetta er svona þykkt krem, en vandamálið með aðra svona svipaða primera hefur mér alltaf fundist að ná nógu þunnri himnu yfir andlitið og þessi er því öðruvísi að því leiti.

IMG_4649

St. Ives – Oatmeal Scrub + Mask: Eins og þið vitið örugglega er einn af mínum uppáhalds skrúbbum Fresh Skin skrúbburinn frá St.Ives. Ég hafði ekki heyrt um þennan áður en ákvað að prófa að kaupa hann og oooooh my: ef þið komist í þennan, kaupið hann! Hann er dásamlegur! Hann skrúbbar nefnilega húðina og mýkir hana í leiðinni. Fullkomið afþví ég er búin að vera pínu þurr undanfarið! Svo má líka setja hann yfir allt andlitið og leyfa honum að bíða eins og maska.

Fresh – Sugar Advanced Therapy: Þessi varasalvi er algjörlega orðinn uppáhalds varasalvi alla tíma. Þetta eru stór orð þar sem ég er sjálftitlaður varasalvafíkill. Ég er týpan sem er alltaf með varasalva á mér, en þessi er bara eitthvað next level. Lyktin af honum er ótrúlega góð og hann nærir svo ótrúlega vel að varirnar á mér eru silkimjúkar allann daginn!

Bath and Bodyworks – Warm Vanilla Sugar body spray: Það er auðvitað algjört must að kíkja í B&B þegar maður er í USA, en ég var búin að ákveða að næla mér í þennan ilm. Ég er svo ótrúlega mikið fyrir svona sætar vanillu lyktir, og dýrka að spreyja þessu á mig.

IMG_4645

Allar vörurnar á þessari mynd eru refills, af vörum se ég hef átt áður.

L’oreal – GG cream: Algjörlega dýrka þetta GG krem frá L’oreal. Þetta er svipað og BB krem, nema í svona bronz lit og gefur húðinni ótrúlega fallega sólarkyssta áferð. Ef þið eigið leið um Fríhöfnina mæli ég með að kíkja á þetta!

Anastaisa Beverly Hills – DipBrow Pomade: Ég ákvað að kaupa mér nýtt Dip Brow til að eiga, þó að það sé örugglega svona tvö ár í að ég verði búin með hitt..en ég meina, ég ætla allavega ekki að verða Dip Brow laus!

Benefit – Hoola Bronzer: Ég var vandræðalega fljót með fyrsta svona bronzerinn minn, en ég keypti hann í sumar í Barcelona. Hann er bara svo ótrúlega flottur! Þar sem ég er líka bronzer sjúk ákvað ég að ég yrði að eiga auka stykki af þessum.

Jæja..that’s it! Eða svona næstum því allavega, ég held að minnsta kosti að þetta sé komið gott!

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: