Ég um mig: og förðunarnám!

IMG_2734

Eins og þið kannski vitið er ég mjög virk á Snapchat aðganginum mínum, enda finnst mér það alveg ótrúlega skemmtilegur miðill! Það skemmtilegasta finnst mér hversu auðvelt það er að vera í beinu sambandi við lesendur og þá sem fylgjast með. Mér finnst svo ótrúlega gaman að fá spurningarnar ykkar og vita hverju þið eruð að spá í og langar að vita, og finnst alltaf gaman ef að ég get hjálpað einhverjum og miðlað minni reynslu! Ein af algengustu spurningunum sem ég fæ er: ertu lærður förðunarfræðingur? og: er hægt að koma í förðun til þín? eða: ætlarðu að hafa förðunarnámskeið? Hingað til hef ég alltaf þurft að svara því að ég væri ekki lærður förðunarfræðingur, og vegna þess að ég er það ekki hef ég ekki verið að taka að mér að farða aðra. Þó ég farði mig og vinkonur mínar, þá finnst mér annað að fá ókunnuga manneskju til sín, því ég myndi vilja hafa make up-ið algjörlega fullkomið því ég veit hvað það getur skipt miklu máli. En..núna er þetta allt að fara að breytast!

12695_10201754163708551_429263657_n

Loksins, loksins, loksins, ætla ég nefnilega að drífa mig í make up skóla og ná mér í gráðuna sem mig er búið að vanta! Ég viðurkenni að ég er alveg ótrúlega spennt, því þetta mun opna alveg fullt af möguleikum fyrir mig til að gera meira inni á þessu sviði, sem mér finnst nefnilega vera svo ótrúlega áhugavert og skemmtilegt. Skólinn sem varð fyrir valinu var Reykjavík Make Up School, og ég mun því setjast á skólabekk hjá þeim Söru og Sillu næsta mánudag! Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan skóla, er að mér finnst svo ótrúlega frábært hvað þær sem eru að kenna eru duglegar að fara á námskeið sjálfar, og læra allt um nýjustu trendin í förðunarheiminum. Mér finnst nefnilega alveg ótrúlega mikilvægt að fá ekki bara að læra “basic” atriðin í förðun, heldur líka allar nýju tæknirnar og trendin sem eru í gangi. Svo eru þær Sara og Silla líka báðar alveg fáránlega klárar og það verður algjör heiður að fá að vera nemi hjá þeim!

betty

Þó að ég sé að byrja í Reykjavík Make Up School er ég auðvitað líka ennþá að vinna að því að klára háskólanámið mitt, svo næstu vikur fram að jólum verða ansi uppteknar. Það er samt allt í góðu því ég elska að hafa mikið að gera, og vinn oftast langbest undir pressu. Ég hlakka líka svo til og ég held að þetta verði allt saman bara ótrúlega skemmtilegt! Ég hlakka líka til að leyfa ykkur að fylgjast með mér og hvernig það mun ganga í skólanum, bæði hér og á Snapchat!

xxx

Færslan er ekki kostuð.

1 Comments on “Ég um mig: og förðunarnám!”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: