Ég mæli með: að þurrbursta húðina!

Nýlega fjárfesti ég í frábærum bursta til að þurrbursta húðina, en það hafði verið á to-do listanum alltof lengi. Í framhaldinu fór ég að kynna mér þurrburstun og hvað hún getur gert fyrir húðina!

IMG_4605

Það sem felst í þurrburstun er að bursta húðina á líkamanum, á meðan hún er þurr, með bursta með ekta náttúrulegum hárum. Burstinn sem ég keypti mér er kaktusbursti úr Body Shop, og kann kostaði rétt rúmlega 3.000kr. Mér finnst þægilegt að hafa hann með svona löngu skafti, því þá næ ég að bursta bakið mitt líka. Það sem þurrburstun gerir er að örva sogæðakerfið, og hjálpa þannig húðinni að losa sig betur við óhreinindi og aukaefni sem geta sest þar að, og til dæmis valdið appelsínuhúð. Hún losar húðina líka við dauðar húðfrumur og gerir hana stinnari..ekki amalegt það!

IMG_4609

Ég bursta húðina allstaðar á líkamanum um 2x í viku, en stundum sleppi ég svæðinu hjá bringu og brjóstum, því þar er húðin mjög viðkvæm. Mér finnst langþægilegast að gera þetta áður en ég fer í sturtu, því þá er ég hvort sem er að klæða mig úr öllum fötunum. Ég byrja alltaf neðst á vinstri fæti og bursta með hringlaga hreyfingum upp legginn og kálfann, þangað til ég er komin upp á lærin. Ég eyði góðum tíma á lærunum og rassinum, þar sem það er svolítið vandamálasvæði hjá mér. Næst fer ég aftur niður og byrja þá alveg eins á hægri fæti, þar til ég er komin upp. Þá byrja ég á maganum. Ég eyði líka góðum tíma þar, bursta vel með hringlaga hreyfingum, og fer alla leið upp undir brjóstin. Næst tek ég bakið, og reyni að bursta það vel með hringlaga hreyfingum. Svo byrja ég fremst á vinstri hendi, og vinn mig inn að likamanum þar til ég er komin að öxlinni, og geri svo alveg það sama við hægri hendina. Ef ég ætla mér að bursta bringuna enda ég á henni, en fer alltaf ótrúlega varlega og nota alls ekki mikinn þrýsting á burstann.

Það sem þú þarft að hafa í huga ef þú ætlar að þurrbursta húðina:

  • að bursta alltaf í hringlaga hreyfingar
  • að bursta alltaf í áttina að hjartanu (þessvegna byrja ég neðst á fótum og fer upp t.d.)
  • alls ekki þurrbursta húðina of oft, þar sem það getur gert hana viðkvæmari og jafnvel rispað hana, 2x í viku er það sem er yfirleitt mælt með
  • fyrsta burstunin mun mjög líklega vera frekar óþægileg, en það venst fljótt!
  • að kaupa bursta með alvöru, náttúrulegum hárum
  • að þrífa burstann þinn eftir nokkur skipti, en láta hann þorna alveg áður en þú notar hann næst

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: