Ég elska: La Palette Nude frá L’oreal!

Loooooksins, loksins! Get ég talað um þessa pallettu og skrifað um hana hér á blogginu! Ég eignaðist hana í vor, en ég var einfaldlega of spennt að prófa til að bíða eftir að hún kæmi til landsins svo ég lét kaupa hana fyrir mig í Bretlandi. Ég vissi samt að hún væri á leiðinni til landsins svo ég ákvað að bíða með að fjalla um hana þangað til að hún væri komin hingað og allir hér gætu eignast hana.

IMG_4665

Pallettan heitir La Palette Nude, og kemur í tveim litum, Rose og Beige. Sú sem ég eignaðist er sú sama og er núna komin í búðir, en það er Beigi liturinn. Þeir eru báðir mjög fallegir og ég á klárlega eftir að fá mér hina líka. Formúlan í augnskuggunum finnst mér vera algjörlega frábær, en þeir eru mjög kremaðir (án þess að vera blautir) og blandast mjög vel. Mér finnst umbúðirnar líka mjög þægilegar, því þær eru bæði nettar og léttar. Pallettan kemur með stórum spegli og tvöföldum bursta.

IMG_4677

Litirnir eru algjörlega gullfallegir og henta til að gera margar tegundir af förðun, bæði mjög létta og náttúrulega, og svo meira drama. Ég elska lit númer þrjú, þennan ljósbrúna, en þetta er algjörlega hinn fullkomlega nude brúni litur. Í pallettunni eru bæði mattir litir, og litir með smá shimmer. Pallettan inniheldur líka fallega gyllta og silfurtóna (númer 4 og 5), svo hún er mjög fjölhæf! Dökkbrúnu litirnir eru líka allir frábærir í skyggingar, og þessi bronze-brúni er ótrúlega sniðugur til að gera skygginguna aðeins glamúrlegri.

Pallettan er komin (eða á leiðinni) á alla sölustaði L’oreal, og ég mæli svo sannarlega með að eignast þessa í safnið!

xxx

Færslan er ekki kostuð, en varan var bæði fengin sem sýnishorn og keypt af greinarhöfundi sjálfum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: