Bleika boðið!

Jæja elsku lesendur, nú þurfið þið sko að taka fimmtudagskvöldið frá! Ég er ótrúlega ánægð að fá að segja ykkur frá því, að á fimmtudagskvöldið verður hið árlega Bleika boð haldið, en það er til að byrja söluna á Bleiku slaufunni þetta árið. Það eru örugglega langflestir farnir að þekkja Bleiku slaufuna, en salan á henni fer af stað í október á ári hverju, og rennur allur ágóði af henni til styrktar krabbameinsfélaginu. IMG_4662

Í ár verður Bleika slaufan tileinkuð baráttunni gegn ristilkrabbameini. Á hverju ári látast að meðaltali 52 Íslendingar úr þessari tegund krabbameins, en það er einn í hverri viku. Einn á viku. Það sorglegasta við þetta allt saman er að ristilkrabbamein er þannig að ef það er uppgötvað á fyrstu stigum þess, er yfirleitt auðvelt að koma í veg fyrir að það nái lengra. Þar sem engin skipulögð leit er til staðar á Íslandi getur það oft verið erfitt, svo það uppgötvast oftast ekki fyrr en það er þegar orðið of seint. Krabbameinsfélagið berst nú fyrir því að skipulögð leit verði hafin að ristilkrabbameini á Íslandi, og ætlar að nýta krafta Bleiku slaufunnar í ár í þágu þessa málefnis. Ýmindið ykkur..mögulega verður einn daginn skipulögð leit hafin, sem gæti komið í veg fyrir dauða vegna ristilkrabbameins hjá fjölmörgum einstaklingum!

IMG_4663

Krabbamein er því miður sjúkdómur sem snertir okkur öll á einhvern hátt. Það getur hver sem er fengið krabbamein, og eflaust þekkjum við öll einhvern sem hefur þurft að berjast við þennan erfiða sjúkdóm. Þessvegna biðla ég til ykkar allra að sýna samhug í verki og mæta á fimmtudagskvöldið á þennan fallega viðburð sem verður í Hafnarhúsinu. Ekki bara verður Bleika slaufan til sölu, heldur verður einnig happdrætti með virkilega veglegum vinningum þar sem allur ágóði mun renna til Krabbameinsfélagsins. Ef að það er ekki nógu góð hvatning, þá er nú heldur engum að fara leiðast á fimmtudagskvöldið. Páll Óskar mætir og byrjar kvöldið, og Amabadama, Sirkus Íslands og Íslenski dansflokkurinn verða öll á staðnum! Bestseller búðirnar, Vila, Vero Moda, Jack&Jones, Selected og Name It verða með tískusýningu þar sem þú getur séð allt það fallegasta fyrir haustið og veturinn, og nemendur Reykjavík Make Up School sjá um förðunina fyrir hana með vörum frá L’oreal. Label M og Hárakademían sjá svo um hárið á módelunum, svo þetta verður alls ekki sýning af verri endanum! Svo frétti ég að fremsti súkkulaðigerðarmaður landsins yrði líka á staðnum með bleika mola..svo þú vilt svo sannarlega ekki láta þig vanta á þetta! Kvöldið hefst klukkan 19:45, þegar kveikt verður á 52 bleikum blysum við höfnina, en sú tala er táknræn fyrir tölu þeirra sem látast af völdum ristilkrabbameins á hverju ári.

Ég er svo heppin að fá að vera hluti af teyminu sem ætlar að gera þennan viðburð að veruleika, og ég verð að segja að ég er virkilega spennt fyrir fimmtudagskvöldinu. Ég vonast til að sjá ykkur öll á staðnum, en aðgangur að kvöldinu er ókeypis.

Mætum, skemmtum okkur, og styrkjum gott málefni í leiðinni ❤

xxx

Færslan er ekki kostuð.

1 Comments on “Bleika boðið!”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: