Confessions of a Shopaholic vol.6 – part 1

Jæja..ef það er ekki bara löööngu kominn tími á að ég játi kaupsyndir mínar hér frammi fyrir alþjóð á blogginu! Þessi færsla þarf meirasegja að vera í tveim pörtum, þar sem þetta eru engar venjulegar játningar – heldur Bandaríkjajátningar! Já elsku lesendur, nú ætla ég loksins að segja ykkur frá því sem kom heim með mér í snyrtivöruskúffuna frá Miami – en eins og áður segir í tveim pörtum. Ég geri það í tveim pörtum svo þetta virðist ekki alveg jafn mikið og þið haldið ekki að ég sé klikkuð..sjáum til hvort það virkar!

IMG_4615

Jæja..hvar eiginlega á maður að byrja? Byrjum á ljómavörunum sem eru búnar að vera í miklu uppáhaldi!

L’oreal – Lumi Liquid Glow Illuminator: Gullfallegur, fljótandi highlighter með gylltum tón. Það er hægt að nota hann yfir allt andlitið sem grunn (primer), eða á þá staði sem maður vill fá ljóma, eins og á kinnbeinin og niður eftir nefinu.

Becca X Jaclyn Hill Champagne Pop highlighter: Ef þið sáuð óskalistann minn áður en ég fór út þá munið þið örugglega eftir þessum á honum. Þennann varð ég að eignast, og varð svo sannarlega ekki svikin eftir að ég prófaði hann! Þetta er einn fallegasti highlighter sem ég hef séð, ég sver það!

Maybelline BB Bronze: Þetta BB krem er mjög svipað venjulega BB kreminu frá Maybelline, nema í svona “bronze” lit sem gefur mjög fallegt glow og frískleika. Ég nota þetta eins og venjulegt BB krem, annaðhvort eitt og sér eða undir farða sem grunn.

IMG_4617

Sjáið bara þennann highlighter…hann er eitt það fallegasta sem ég hef séð! Það var alls ekki auðveldur leikur að eignast hann, þar sem hann var uppseldur í bókstaflega öllum Sephora búðum sem ég fór í! Eftir nokkra daga var ég farin að örvænta svo ég pantaði mér hann og lét senda uppá hótel, en það fór nú ekki betur en svo að pakkinn var ekki kominn þegar ég þurfti að fara uppá flugvöll, heldur kom hann KLUKKUTÍMA eftir að ég fór! Sem betur fer var ég samt búin að finna hann í örugglega tíundu Sephora ferðinni, svo ég þurfti ekki að bíða með að prófa hann..hefði samt alveg verið til í að losna við auka sendingakostnaðinn sem fylgdi því að senda hann með FedEx til Íslands..

IMG_4635

Næst ætla ég að segja ykkur frá þessum þrem förðum sem ég keypti, en þeir eru allur úr drugstore!

Maybelline Fit Me Matte+Poreless: Í bandaríkjunum eru til tvær tegundir af Fit me (á móti einni í Evrópu), en þetta með bláu stöfunum er fyrir feitari húð, og áferðin á því verður frekar mött. Ég myndi ekki segja að þetta yrði alveg 100% matt, en vissulega mattara en hitt. Ég annars elska Fit Me línuna eins og hún leggur sig, en þessir farðar minna mig alltaf svolítið á True Match farðann frá L’oreal, svipað léttir en samt góð þekja!

L’oreal Lumi foundation: Ég kaupi þennann alltaf þegar ég fer til útlanda! Þetta er búið að vera minn uppáhalds farði í nokkur ár núna, en hann fékkst einu sinni á Íslandi en er því miður ekki lengur í sölu hér. Það sem ég elska við hann er gullfallegi ljóminn sem hann gefur, eins og öll Lumi línan gengur út á.

Maybelline Fit Me Dewy+Smooth: Þessi farði er meira gerður fyrir þurrari húð, þar sem hann á að slétta úr ójöfnum og gefa dewy áferð. Dewy þýðir blautt eða rakt, en maður verður samt alls ekki eins og maður sé blautur í framan – bara með örlítið meiri ljóma en þegar maður notar hinn með grænu stöfunum. Báðir æði!

IMG_4621

Ég held í alvöru að Tartelette pallettan hafi verið uppáhalds kaupin mín í allri ferðinni!

Tarte – Tartelette pallette: Gullfalleg, fullkomlega mött augnskuggapalletta sem ég er búin að nota á nánast hverjum degi síðan ég kom heim! Ég hafði ekki heyrt um Tarte merkið áður en ég fór út, en ég verð að viðurkenna að ég er in love, þeir eru með alveg fáránlega margar fallegar og skemmtilegar vörur!

Urban Decay – Eyeshadow Primer Potion: Uppáhalds augnskuggaprimerinn minn, sem ég er búin að nota í um tvö ár. Mig var farið að vanta nýjann svo ég lét hann ekki framhjá mér fara í Sephora!

NARS – Radiant Creamy Concealer: Ég var búin að heyra svo marga fallega hluti um þennann hyljara frá NARS, og sveimérþá ef þeir voru ekki bara allir sannir..hann er allavega æðislegur! Mér finnst hann einstaklega mjúkur, og auðvelt að byggja hann fallega upp.

IMG_4341

Ég gæti dáið yfir þessari fegurð..mattir augnskuggar eru svo mikið í uppáhaldi seinustu mánuði svo þessi er algjörlega fullkomin fyrir mig. Ég dýrka líka þessa litatóna!

IMG_4634

Ég var búin að heyra of marga frábæra hluti um GlamGlow maskana til þess að prófa þá ekki..

GlamGlow Flashmud: Ég ákvað að kaupa mér stærri stærð af þessum appelsínugula, en hann á að vera brightening. Ég elska allt brightening, en þessi maski fer efst á uppáhalds listann. Hann er með fínum kornum sem maður notar til að nudda húðina örlítið áður en maður lætur hann bíða svo innihaldsefnin smjúgi vel inn, og vá..ég held ég hafi í alvöru aldrei verið jafn mjúk! Eða jú kannski eftir að ég notaði þennann bláa..

GlamGlow Thirstymud: Þessi er algjör rakabomba og er fullkominn fyrir þurra húð. Húðin mín var rosalega leiðinleg og þurr eftir flugið, en þessi reddaði mér alveg! Mesta snilldin finnst mér vera að það má sofa með hann, og líka vera með hann á sér í flugvél ef maður vill vernda húðina og fá extra mikinn raka!

GlamGlow Youthmud: Þetta er sá eini sem ég á eftir að prófa, en hann fær frábæra dóma frá öðrum förðunarbloggurum svo ég er mjög spennt. Þessi er hreinsandi leirmaski, og á að skilja húðina eftir virkilega fallega. Hlakka til að prófa!

IMG_4641

Laura Mercier Translucent Setting Powder: Þetta var örugglega vara #1 sem ég varð að eignast, enda allir að tala um hana! Hún stóðst alveg hype-ið, og ég er ótrúlega ánægð með þetta lausa setting púður. Ég nota það til að setja hyljarann minn (undir augunum t.d.), og það sem mér finnst vera helsti kosturinn er að það verður alveg extra létt, og það kemur enginn litur af því! Þetta er líka fullkomið púður til að “baka” förðun.

Essie – Saltwater Happy: Ég keypti mér þennan sæta ljósbláa Essie lit sem er svipaður og Bikini So Teeny (sem er mest seldi liturinn), nema hann er aðeins meira út í pastel. Elska hann!

Essie – Go Ginza: Þessi er svona ljósbleikfjólublár, og er alls ekkert ósvipaður mínum uppáhalds lit (Fiji), nema með meira fjólubláum tónum í. Virkilega fallegur!

IMG_4648

Ég ætla enda á að sýna ykkur nokkrar vörur sem ég fékk fyrir Sephora punktana mína! Ég var búin að safna nokkuð mörgum punktum eftir allar þessar verslunarferðir, svo ég gat valið mér fullt af skemmtilegum verðlaunum. Ég fékk mér til dæmis lítinn Roller Lash frá Benefit, sem er maskari sem ég elska! Hann er alveg frábær í að bretta augnhárin upp og greiða vel úr þeim. Ég fékk líka kassa með nokkrum vörum frá Tarte, en það sem stóð uppúr voru maskarinn, augnhára primerinn, og augnháratrefjarnar. Maskarinn, Lights, Camera, Lashes, er alveg ótrúlega flottur og gerir augnhárin mjög þétt og seiðandi. Augnháraprimerinn, Opening Act, finnst mér algjör snilld, en þetta er svona hvít formúla til að setja á augnhárin áður en maskarinn fer á. Það sem ég er hinsvegar mest húkt á eru augnháratrefjarnar, Best in Faux, en fyrir þá sem ekki þekkja svona trefjar er þetta svolítið nýtt í maskararútínuna. Þú byrjar semsagt á að setja á þig maskara, og um leið (áður en hann þornar) strýkurðu burstanum með trefjunum eftir augnhárunum. Trefjarnar eru þurrar og festast við maskarann, en þú ferð svo með aðra umferð af maskara yfir til að festa trefjarnar almennilega. Næst þegar ég kemst út ætla ég klárlega að kaupa mér stærri útgáfu af þessu!

Þangað til næst..

xxx

Færslan er ekki kostuð og allar vörur nefndar í henni eru keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

1 Comments on “Confessions of a Shopaholic vol.6 – part 1”

  1. Pingback: Confessions of a Shopaholic vol.6 – part 2 | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: