Skref-fyrir-skref: Minningabók handa þeim sem þér þykir vænt um!

Í sumar átti Arna, ein af mín bestu vinkonum og meðleigjandi afmæli. Við erum búnar að búa saman í rúmt ár, eða frá því að við fluttum báðar frá Akureyri til Reykjavíkur, og ég vissi að mig langaði að gefa henni eitthvað alveg sérstakt í afmælisgjöf. Ég ákvað að búa til minningabók (oft kallað scrap book) handa henni, þar sem við eigum fullt af góðum minningum saman! Ég veit að okkur þykir báðum mjög vænt um bókina, og það var alveg ótrúlega skemmtilegt að búa hana til og geta glatt vinkonu sína með einhverju persónulegu og fallegu. Mig langaði að deila með ykkur hvernig ég bjó hana til, ef að ykkur langaði að búa til svona bók handa einhverjum sem ykkur þykir vænt um!

IMG_3304

Það sem þú þarft er:

Bók

Myndir

Fallegt límband

Tússlitir (marglitaðir)

Límmiðar til skreytingar

IMG_3307

Bókina sem ég notaði fékk ég í Ikea, en hún er held ég ætluð sem einhverskonar brúðkaupsbók. Mér fannst bara fallegt að hafa hana svona hvíta, en það er hægt að fá svona scrap books í flestum föndurbúðum. Myndirnar sem ég notaði pantaði ég af síðunni Prentagram, en þær komu alveg ótrúlega vel út í bókina. Ég tók minnstu stærðina og þá var hægt að raða nokkrum á hverja blaðsíðu. Límbandið sem ég notaði var pappírslímband með munstri en ég keypti tvær tegundir, og fékk það í A4. Ég keypti þrjár tegundir af límmiðum til að skreyta, pappírslituð hjörtu, og bleikar og hvítar perlur, og fékk það líka í A4. Tússlitirnir sem ég notaði voru í nokkrum litum og voru mjög mjóir og þægilegir til að skrifa texta með, en þeir fást einmitt líka í A4!

Áður en ég byrjaði að líma í bókina raðaði ég saman þeim myndum sem ég vildi hafa saman á blaðsíðu, og hafði í huga að ég væri að búa til “sögu”, en þemað mitt í bókinni var eiginlega svona “sagan okkar”. Það er auðvitað hægt að hafa annað þema, bara það sem manni dettur í hug. Ég var frekar lengi að velja myndir og raða saman, það fór eiginlega mestur tími í að skipuleggja bókina, en það borgaði sig og ég er ótrúlega ánægð með útkomuna. Næst límdi ég á hverja blaðsíðu þær myndir sem ég vildi hafa saman, og skrifaði texta við. Textarnir eru allir mjög persónulegir, og innihalda oftast einhvern “einkahúmor”, eða eitthvað sem bara við tvær skiljum, sem gerir bókina svona ótrúlega skemmtilega og dýrmæta fyrir okkur!

IMG_4551 IMG_4552 IMG_4554 IMG_4559 IMG_4560 IMG_4573

Það er um að gera að nota hugmyndaflugið, og skreyta bókina fallega. Mér fannst fallegt að rífa pappírslímböndin og líma myndirnar svona á hornunum til að fá þetta “heimatilbúna” lúkk. Það er líka hægt að líma myndir með tvöföldu límbandi í bókina og þá sést límbandið ekki. Límmiðarnir sem ég valdi til að skreyta voru allir í svolítið rómantískum stíl, en það kemur vel út að velja skreytingar sem passa vel saman, og passa við þemað, þá verður bókin meira heilstæð. Skemmtilegasti parturinnn var svo að gefa Örnu vinkonu minni bókina, og okkur finnst ótrúlega gaman að fletta í gegnum hana saman og skoða allar skemmtilegu minningarnar okkar!

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: