Mig langar í: hinn fullkomna hárvörupakka!

Í færslu dagsins langaði mig að tala um hárvörur frá merkinu Eleven! Fyrir nokkrum mánuðum síðan kynntist ég í fyrsta skipti merkinu, en það var einmitt þegar ég tók þá afdrifaríku ákvörðun að klippa hárið á mér mun styttra. Eftir þá ákvörðun lofaði ég sjálfri mér að hugsa betur um hárið mitt, en það var akkúrat þá sem ég keypti mér mína fyrstu Eleven vöru. Eleven er frá Ástralíu og fyrir þá sem ekki vita eru kröfur um gæðastaðla í framleiðslu í Ástralíu strangari heldur en á flestum öðrum stöðum í heiminum, svo vörurnar eru alveg í hæsta gæðaflokki! Ef þig langar að vita meira um mínar uppáhalds Eleven vörur, og jafnvel eiga möguleika á að vinna veglegan hárvörupakka þá mæli ég með að lesa áfram!

eleven3

Fyrsta varan sem ég ætla að segja ykkur frá er auðvitað Miracle Hair Treatment, en ég held að það sé óhætt að segja að það sé mín uppáhalds vara frá merkinu! Ég skrifaði um hana hér á blogginu stuttu eftir að ég fékk hana, og fékk í kjölfarið ótal spurningar um hvar ég hefði fengið hana, og hún seldist meirasegja upp á hárgreiðslustofunni minni. Þetta er eins og nafnið gefur til kynna, nefnilega kraftaverk fyrir hárið! Þessi vara veitir allt í senn vörn fyrir hita, afrafmagnar, er rakagefandi og eykur mýkt og gljáa, byggir upp viðkvæmt hár, veitir náttúrulega fyllingu og ver hárið fyrir skemmdum frá útfjólubláum geislum, sól og klór. Maður fær algjörlega þetta “ástralíu-vibe”, þar sem að lyktin af vörunni er dásamleg kókoslykt sem lætur mér líða eins og ég sé nýkomin af ströndinni!

seasalt

Næsta vara er Sea Salt spreyið, en það er akkúrat líka svona strandar-vara! Spreyið er svokallað “texture sprey”, eða áferðarsprey, og líkir eftir áferðinni á hárinu eftir að maður kemur úr sjónum á ströndinni. Áferðin verður ótrúlega skemmtileg, og það er auðvelt að ná hinum fullkomnu beach waves með svona spreyi. Ef þig langar að fá fallega áferð eða létta liði í hárið, án þess að það verði hart, er þetta fullkomna spreyið fyrir þig!

eleven2

Næsta vara er eitthvað sem ég er búin að nota ótrúlega mikið, en það er létta glans spreyið sem heitir Make Me Shine. Spreyið er mjög, mjög létt og gefur fallegann glans, án þess að þyngja hárið. Það hentar fullkomlega fyrir hár eins og mitt sem er frekar fíngert og höndlar ekki of mikið af þungum hárvörum, þar sem það afrafmagnar hárið líka. Hárið verður ekkert hart viðkomu, en fær fullkomlega fallegan glans!

eleven4

Seinasta varan sem ég ætla segja ykkur frá er algjört must fyrir þurrt, slitið eða þreytt hár! Það er djúpnæring sem heitir 3 Minute Repair – Rinse out treatment. Djúpnæringin er rakagefandi og prótínbætt til að næra og styrkja hárið. Næringin er sett í blautt hár og látin bíða í því í þrjár mínútur (sem er akkúrat fullkominn tími til að skrúbba líkamann á meðan í sturtunni!), og svo skoluð úr. Næringuna er gott að nota einu sinni í viku, til að fá extra næringu í hárið og gera það heilbrigðara.

eleven5

Í samstarfi við Eleven á Íslandi langar mig að gefa heppnum lesanda þennann fullkomna hárvörupakka, sem inniheldur allar þær vörur sem hárið mitt þarf! Til að taka þátt þarftu að:

Leiknum er lokið!

Ég dreg út á sunnudaginn svo það er um að gera að drífa sig að vera með, skrá sig í pottinn og eiga möguleika á að vinna minn fullkomna hárvörupakka!

xxx

Færslan er ekki kostuð, en vinningar í leiknum eru kostaðir af heildsölu.

376 Comments on “Mig langar í: hinn fullkomna hárvörupakka!”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: