Að missa mig yfir: Freddy buxunum!

Frá því að Freddy buxurnar komu fyrst til landsins er ég búin að vera að sjá endalausar myndir af geðveikt flottum bossum í svona buxum. Buxurnar eru nefnilega sniðnar eftir sérstakri tækni sem gerir rassinn einstaklega kúlulaga og flottann, og eftir að hafa séð allar þessar geggjuðu myndir varð ég að prófa þær sjálf. Ef þið hafið ekki séð þessar myndir sem ég er að tala um mæli ég með að kíkja á Freddy Iceland á Facebook.

freddy2

Seinasta fimmtudag var Freddy á Íslandi með smá partý í búðinni sinni í Krókhálsi, og ég kíkti við og nældi mér í mínar fyrstu Freddy buxur! Ekki bara eru buxurnar ótrúlega vel sniðnar, heldur eru þær líka alveg óendanlega þægilegar. Í mittinu er gúmmírönd sem sér til þess að þær haldast uppi sama hvað. Það þýðir að þær leka aldrei niður og halda rassinum uppi sama hvað!

freddy4

Ég valdi mér svartar buxur úr bómull, en það eru til margar mismunandi týpur og efni. Ég er svo ótrúlega ánægð með þær og ég bókstaflega elska að vera í þeim! Ég er mjög sjaldan í gallabuxum afþví mér finnst óþægilegt að vera í of stífum buxum, svo þessar eru fullkomnar fyrir mig – ótrúlega mjúkar. Ég á líka aðeins of oft við það vandamál að stríða að buxur sem passa yfir rassinn minn passa ekki í mittið – og öfugt. Ef þær passa yfir rassinn eru þær yfirleitt alltof víðar í mittið, sem er eitthvað sem ég þoli ekki. Ég veit að fleiri stelpur kannast við þetta vandamál, og ef þú ert ein af þeim mæli ég endalaust með því að tékka á Freddy buxunum!

Þú getur skoðað úrvalið á Freddyshop.is og buxur eins og mínar fást HÉR.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörur í færslunni voru fengnar sem sýnishorn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: