Ég elska: Betty Lou-Manizer

Eins og ég hef áður sagt ykkur er einn af mínum – og margra annarra- uppáhalds highlighterum vara sem heitir Mary Lou-Manizer frá merkinu the Balm. Í “manizer” línunni frá the Balm eru líka tvær aðrar vörur, en það eru Cindy Lou-Manizer, sem er ljósbleikur highlighter, og svo Betty Lou-Manizer sem er dekkri highlighter og bronzer í leiðinni. Eftir að hafa prófað Mary langaði mig mikið að prófa Betty og var svo heppin að fá að prófa hann um daginn!IMG_3706

Eins og ég segi er Betty Lou-Manizer nokkurnveginn bronzer/highlighter. Þetta er í raun og veru sólarpúður, sem er ekki matt, en samt ekki beint með glimmeri – heldur meira svona highlight shimmeri. Það hentar alveg fullkomlega til að fá þetta fallega sólarkyssta “glow”, sem mér finnst alveg einstaklega fallegt. Þar sem ég er mikið fyrir að nota farða sem eru “luminous” og “dewy” (mér finnst rosalega erfitt að finna íslensk lýsingarorð fyrir þessi orð..), finnst mér þessi bronzer henta fullkomlega með þeim!

betty

Mér finnst liturinn á Betty vera alveg ótrúlega fallegur og gefa virkilega fallega hlýju í andlitið. Það gefur líka þetta fullkomna glow, og hver þarf ekki á því að halda í vetur?

Betty Lou-Manizer fæst HÉR.

xxx

Færslan er ekki kostuð en vöruna fékk ég sem sýnishorn. 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: