Ég mæli með: að kíkja á þetta á Tax Free dögum!

Það voru nokkrar í gær sem höfðu samband við mig og báðu mig að gera lista fyrir Tax Free dagana sem standa nú yfir í Hagkaup, en þeir byrjuðu í gær og verða yfir helgina. Það er alltaf gaman að leyfa sér að versla aðeins fleiri snyrtivörur á afslætti og ég er með nokkrar góðar hugmyndir fyrir þig!

taxfree2

1. Real Techniques – Eyelining set: Fyrsta mál á dagskrá er að sjálfsögðu nýja eyeliner settið frá Real Techniques! Þetta sett er splunkunýtt og kemur í takmörkuðu upplagi, svo það er eins gott að næla sér í það meðan það er ennþá til, hvað þá þegar það er tax free afsláttur! Ég skrifaði einmitt um settið í gær en þið getið kíkt á þá færslu og lesið betur um burstana.

2. Maybelline – Eyestudio Gel eyeliner: Ef að þú ákvaðst að splæsa í nýja burstasettið, er tilvalið að kaupa sér líka góðann eyeliner til að nota með því! Gel linerinn frá Maybelline er einn af mínum uppáhalds, og hann hentar einstaklega vel til notkunar með settinu.

3. Essie – Spin the bottle: Þennann lit bara verðið þið að eignast..hann er nýkominn til landsins og er alveg virkilega fallegur! Ég keypti hann áður en ég fór út og er bara búin að nota hann einu sinni, en ég hlakka til að setja hann aftur á mig – svo fallegur er hann! Þetta er nokkurnveginn nude litaður litur með ljósbleikum/ferskju tónum, virkilega mildur og fallegur.

4. L’oreal – True match: Núna þegar veturinn fer bráðum að ganga í garð er oft góð hugmynd að kaupa sér farða í ljósari tón þar sem húðin verður gjarnan ljósari á veturna. True match er einn af mínum uppáhalds en ástæðan fyrir því að ég mæli sérstaklega með honum er að í honum er virkilega gott úrval af ljósum litatónum sem henta litarhafti íslenskra kvenna afar vel.

5. Smashbox – Primer water: Þetta primer-vatn er örugglega búið að vera á öllum tax free listunum mínum haha. Ég eignaðist einmitt mitt fyrsta eintak á tax free og algjörlega dýrka þennann létta primer! Ég er nýbúin að endurnýja minn, en ég ætla kaupa eitt stykki handa mömmu núna þar sem við erum báðar húkt á þessu.

6. L’oreal – Nutri gold oil: Án þess að tala of mikið um komandi kólnandi veðurfar..þá þurfum við að horfast í augu við staðreyndir: það mun bráðum fara að snjóa. Þarna! Ég sagði það. Nei en svona í alvöru..þegar fer að kólna þarf húðin okkar ennþá meiri umhyggju og raka, og þá gæti verið góð hugmynd að bæta við andlitsolíu í húðumhirðu-rútínuna. Andlitsolíur hjálpa til við að læsa rakann djúpt ofan í húðinni og vernda hana fyrir kuldanum. Ég er sjálf ótrúlega hrifin af þessari hér frá L’oreal og mæli með að kíkja á hana á tax free.

7. L’oreal – So Couture, Max Factor – Masterpiece 3in1, Lancome – Grandiose, Maybelline – Lash Sensational: Eitthvað sem þú átt alltaf að kaupa á tax free: Maskari. Maskari er eitthvað sem við þurfum alltaf að skipta út reglulega, svo mér finnst algjörlega must að næla sér í einn þegar það er afsláttur. Maður mun hvort sem er kaupa sér nýjann fljótlega! Maskararnir sem ég tel upp fyrir ofan eru nokkrir af mínum uppáhalds, og ég mæli með að prófa þá!

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: