Ég mæli með: Að fylgjast með Snapchat á morgun!

Mikið ofsalega er ég spennt fyrir morgundeginum! Ég var svo heppin að fá að taka þátt í ótrúlega skemmtilegu verkefni í samstarfi við Real Techniques förðunarbursta, en það inniheldur nýja settið þeirra og smá feluleik..

IMG_3315

Nýjasta settið frá Pixiwoo systrunum í Real Techniques er þetta hér að ofan, en það er Eyelining set. Settið er safnaraútgáfa og kemur í takmörku upplagi, og því er sko aldeilis tíminn núna til að næla sér í það áður en það klárast! Settið inniheldur fjóra frábæra bursta sem hjálpa þér að ná hinum fullkomna eyeliner, hversu vel hljómar það? Settið inniheldur:

Eyeliner brush: Skáskorinn lítill og stífur bursti sem hentar frábærlega fyrir byrjendur, þar sem hann auðveldar manni bæði að gera línuna þétt upp við augnhárin, og líka að búa til fallegan spíss. Mér finnst hann líka frábær í augabrúnavörur!

Smudge brush: Stuttur og stífur bursti sem er sérstaklega ætlaður til þess að “smudge-a” eyelinerinn. Fullkominn þegar maður er að gera smokey förðun, eða til að dreifa úr línunni undir auganu.

Pointed liner brush: Algjörlega minn uppáhalds bursti í settinu! Þessi er frekar langur og mjög stífur, sem gerir mér extra auðvelt að gera fallega þykka línu með fullkomnum spíss. Ég nota hann í gel linerinn minn og næ fullkomnum eyeliner í hvert skipti.

Precision liner brush: Mjög lítill bursti sem er fullkominn fyrir þessi litlu smáatriði sem fullkomna eyelinerinn. Ég nota hann til að laga útlínurnar á eyelinernum mínum svo hann verði flawless.

11990388_884639554922784_4598625605120976193_n

Ef þig langar til að eignast þetta nýja, frábæra sett (hvern langar það ekki?), þá hefurðu tækifæri til þess á morgun! Ég og Erna Hrund á Reykjavík Fashion Journal ætlum að fara í smá feluleik í Kringlunni með 10 sett hvor, en til að finna okkur geturðu fylgst með vísbendingum á Snapchat rásunum okkar. Notendanöfnin okkar eru ernahrundrfj og gydadrofn, en við ætlum að byrja feluleikinn kl.12 á hádegi. Við munum birta vísbendingar stuttu áður, svo það er um að gera að fylgjast vel með til að geta verið með þeim fyrstu 20 sem finna okkur og fá sett. Sjáumst í Kringlunni á morgun!

xxx

Færslan er ekki kostuð.

1 Comments on “Ég mæli með: Að fylgjast með Snapchat á morgun!”

  1. Þetta er nú allt of snemmt fyrir þær sem erum að vinna til 3 eða 4 engin möguleiki að finna næla sér í svona sett langar svo í svona sett kv sigga

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: